„Allar hvalafurðir verða seldar“

Kristján Loftsson er viss um að afurðirnar komist á markað.
Kristján Loftsson er viss um að afurðirnar komist á markað. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að tregða hafnaryfirvalda í Rotterdam við að umskipa farmi sem inniheldur hvalafurðir ekki þýða neinn heimsendi fyrir fyrirtækið.

Í gær sigldi fraktskip með sex gáma af langreyðarkjöti til hafnar í Reykjavík, en ekki hafði tekist að koma afurðunum á markað.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segist Kristján ekki hafa áhyggjur af því, og er viss um að hvalafurðirnar verði seldar annaðhvort til Noregs eða Japans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert