Hilmar heimsmeistari í sínum flokki

Hilmar Þór Harðarsson
Hilmar Þór Harðarsson AF vef Cross Fit sporthússins

Hilmar Þór Harðarson er búinn að tryggja það að Íslendingar koma heim með gull enn eitt árið frá Heimsleikunum í CrossFit en hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í aldursflokkinum 55-59 ára. Þetta kemur fram á vefnum RXfréttir.

Annie Mist Þórisdóttir, varð að sitja hjá í ár vegna meiðsla, samkvæmt fréttinni en Hilmar keppti í Mastersflokki.

Keppendur í Mastersflokkum vinna sér inn keppnisrétt með því að verða meðal 20 efstu í sínum aldursflokki á CrossFit Open sem fer vanalega fram á bilinu febrúar til mars ár hvert. Hilmar tryggði sig inn á Heimsleikana annað árið í röð og kom til leiks reynslunni ríkari í ár eftir að hafa hafnað í fjórða sæti í fyrra, segir enn fremur í fréttinni sem hægt er að lesa í heild hér.

Vefur Cross Fit sporthússins þar sem einnig er fjallað um árangur Hilmars

Vefur heimsleikanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert