Hægt hefur á vexti hlaupsins

Rakel Ósk Snorradóttir, land- og skálavörður í Kverkfjöllum, tók myndina …
Rakel Ósk Snorradóttir, land- og skálavörður í Kverkfjöllum, tók myndina í morgun. Myndin er fengin af Facebook-síðu Veðurstofu Íslands.

Óvenjumikið rennsli er við Upptyppinga miðað við árstíma að sögn Veðurstofu Íslands, eða um 335 rúmmetrar á sekúndu. Vatnið kemur úr Volgu við Kverkfjöll.

Heldur virðist hafa hægt á vexti hlaupsins síðan í nótt og hveralyktin er minni en í gær.

Ekki er gert ráð fyrir að vegir eða mannvirki séu í hættu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina