Gunnar Bragi berjist fyrir Manning

Ungir jafnaðarmenn hvetja Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands til að berjast fyrir náðun uppljóstrarans Chelsea Manning, sem áður hét Bradley Manning, á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í ályktun.

Í ályktuninni lýsa ungir jafnaðarmenn yfir andstyggð sinni á óréttlæti 35 ára fangelsisdóms yfir Manning og kveða hann vera aðför að upplýsinga- og tjáningarfrelsi einstaklinga. Réttlætinu sé snúið á haus með því að dæma Manning fyrir það eitt að segja umheiminum sannleikann um stríðsglæpi Bandaríkjamanna, á meðan enginn sé látinn sæta ábyrgð fyrir þá stríðsglæpi sem hún afhjúpaði.

Þá skora ungir jafnaðarmenn á forseta Bandaríkjanna, Barack Obama friðarverðlaunahafa Nóbels að veita Manning uppgjöf saka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert