Stórtækir fíkniefnasalar stöðvaðir

Kannabis
Kannabis AFP

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í vesturborginni fyrir skemmstu en á staðnum fundust 460 kannabisplöntur og 12 kíló af kannabisefnum sem verið var að undirbúa til sölu.

Málið kom upp eftir að lögreglumenn voru kallaðir að vegna ótengds máls en árvekni lögreglumannanna varð til að málið komst upp. Í kjölfarið voru fimm handteknir og telst málið upplýst.

Í öðru máli bárust lögreglu upplýsingar um að fíkniefnasala færi fram í íbúð í austurborginni en eftir að hafa fylgst með íbúðinni var húsleit framkvæmd í kjölfarið. Þrír voru handteknir vegna málsins en í íbúðinni fannst töluvert magn kannabisefnia. Málið er enn til rannsóknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina