Gulur þorskur og blákaldur veruleiki

Um 50 manns af ýmsu þjóðerni starfa hjá Íslandssögu við …
Um 50 manns af ýmsu þjóðerni starfa hjá Íslandssögu við ýmis störf. mbl.is/Golli

„Margir sjá gamla íslenska sjávarþorpið í rómantísku ljósi; staði þar sem var landburður af fiski, allir höfðu nóg að gera og hver bjó að sínu. Sannarlega var blákaldur veruleikinn einmitt svona og er að nokkru leyti enn.“

Þetta segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu hf. á Suðureyri, í samtali í Morgunblaðinu í dag. „Héðan eru gerðir út nokkrir fimmtán tonna hraðfiskibátar, þar af tveir í okkar eigu, og afli þeirra er uppistaðan í því hráefni sem hér er unnið,“ bætir hann við.

Íslandssaga er stærsta og umsvifamesta fyrirtækið í byggðarlaginu og þar eru um 50 manns á launaskrá. Raunar nokkru fleiri yfir sumartímann – þegar mikill afli, t.d. frá strandveiðibátum, berst á land. Þá er þörf á sem flestum vinnufúsum höndum og fyrir krakka í ævintýraleit er alltaf ákveðinn spenningur fyrir því að fara og vinna í fiski úti á landi.

„Íslendingar virðast ekki spenntir fyrir því að vinna í fiski,“ …
„Íslendingar virðast ekki spenntir fyrir því að vinna í fiski,“ segir Óðinn Gestsson á Suðureyri. mbl.is/Golli
Suðureyri stendur undir fjallinu Spilli við sunnanverðan Súgandafjörð sem er …
Suðureyri stendur undir fjallinu Spilli við sunnanverðan Súgandafjörð sem er nyrsti fjörðurinn í Vestur-Ísafjarðarsýslu. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: