Skipsflautur þeyttar í Reykjavíkurhöfn

Reykjavíkurhöfn. Mynd úr safni
Reykjavíkurhöfn. Mynd úr safni Ljósmynd/Jósef Ægir Stefánsson

Hávaði er í miðborg Reykjavíkur vegna þess sem virðist vera skipsflautur frá höfninni. Mbl.is hafa borist ábendingar frá Seltjarnarnesi, Skerjafirði og Vesturbæ um hávaðann, án þess að hægt hafi verið að komast að hvaðan hann stafi.

Hafnarsögumenn í Reykjavík töldu ljóst að um skipsflautu væri að ræða.

Uppfært 23:28: Hávaðinn er hættur. Enn er ekki ljóst hvað olli honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert