Lamb gekk laust um Akureyri í nótt

Lamb með brauðsneið. Mynd úr safni
Lamb með brauðsneið. Mynd úr safni Ljósmynd/Birgitta Lúðvíksdóttir

Lamb gekk laust um Akureyri í nótt. Lögreglunni á Akureyri bárust tilkynningar um þennan lambhrút í nótt. Undir morgun tókst að hafa hendur í ull lambhrútsins, sem verður færður til dýraeftirlits bæjarins þangað til eigandi hans gefur sig fram.

Ekki er vitað hvað lambinu gekk til, en engum varð meint af lausagöngunni.

Ekki þurfti að yfirheyra lambið, en lömbum og öðrum búfénaði er bent á að halda sig utan þéttbýlis.

mbl.is