Einn í haldi lögreglu

mbl.is

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af nokkrum mönnum á Keflavíkurflugvelli í dag sem eru grunaðir um að vera félagar í vélhjólasamtökunum Devils Choice. Tveir þeirra voru færðir á lögreglustöð þar sem skýrslur hafa verið teknar af þeim. Búið er að sleppa öðrum manninum en hinn er áfram í haldi.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við mbl.is að maðurinn sem er enn í haldi verði tekinn til nánari skoðunar. Hinn maðurinn er hins vegar frjáls ferða sinna.

Alls er búið að vísa níu mönnum úr landi sem eru félagar í samtökunum, sex í dag og þremur í gær.

„Það voru tékk í dag og nokkrir voru skoðaðir,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert hafi komið upp til að hefta för þeirra einstaklinga, þ.e. utan tveggja sem voru teknir til nánari skoðunar á lögreglustöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert