Kötlutangi minnkar um 100 metra á áratug

Kötlutangi Jökulhlaupið klofnaði um Hjörleifshöfða og færði mikið efni í …
Kötlutangi Jökulhlaupið klofnaði um Hjörleifshöfða og færði mikið efni í sjó fram. Það er Kötlutangi. Minni tangi sem var við Múlakvísl er í forgrunni. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson

Kötlutangi á Mýrdalssandi hefur styst um 600 metra á síðustu 60-70 árum eða tæplega 100 metra á áratug að meðaltali.

Það má lesa út úr mælingum Íslenskra orkurannsókna, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Starfsmenn hafa í allmörg ár mælt tangann með GPS-tækni og borið saman við eldri kort.

Kötlutangi við Hjörleifshöfða er þó enn syðsti tangi meginlands Íslands og verður það næstu áratugina. Dyrhólaey var áður syðsti tangi landsins og þar sem hún stendur staðföst styttist alltaf í að hún nái fyrri stöðu. Nýtt Kötluhlaup er það eina sem getur frestað því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert