Jón Gnarr hættir í vor

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, ætlar ekki að  bjóða sig fram fyrir Besta flokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann skipaði fyrsta sætið á lista Besta flokksins í Reykjavík í kosningunum árið 2010 og hefur gegnt embætti borgarstjóra frá þeim tíma.

Besti flokkurinn fékk 6 borgarfulltrúa kjörna í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5 borgarfulltrúa, Samfylkingin 3 og Vinstri grænir 1. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun  mun Besti flokkurinn bæta við sig fylgi í komandi kosningum.

Tvíhöfði saman á ný

Jón Gnarr greindi frá þessari ákvörðun sinni í þættinum Tvíhöfða á Rás 2 í morgun. Tvíhöfði, þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, kom saman í dag til að vekja athygli á átaki Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni.

Tími leiðtogans er liðinn sagði Jón Gnarr í þættinum og vísaði þar til hljómsveitarinnar Stranglers. Þegar hann tilkynnti ákvörðun sína sagði hann að hans tími væri liðinn í pólitík. Hann sagðist kunna illa við léleg samskipti í pólitíkinni og það sé mjög lítið um uppbyggileg samtöl í stjórnmálunum og honum líki ekki við þann kúltúr sem er í stjórnmálunum. Hann langi meira að gera eitthvað þar sem meiri gleði ríkir. Hann hafi því ákveðið að bjóða sig ekki fram og fara að leita að gleðinni.

Jón Gnarr líkti þessu við því að vera í leshring þar sem ekkert annað er rætt en stafsetningin. Ekkert rætt um söguna sjálfa.

Jón Gnarr var ekkert að flýta sér við að tilkynna um ákvörðun sína heldur buðu þeir hlustendum upp á umræðu um niðurhal og fjölmörg lög með hljómsveitinni Crass en þeir tilkynntu í upphafi þáttar um að þeir myndu einungis spila Crass í þættinum. Eins bauð Jón Gnarr þeim Sigurjóni og Dodda tæknimanni ítrekað upp á apótekaralakkrís í þættinum.

Besti flokkurinn rennur inn í Bjarta framtíð

Jón Gnarr sagði í þættinum að það hafi verið hans markmið í lífinu að gleðja fólk. Það hafi meðal annars verið það sem hann hafi gert í Tvíhöfðaþáttunum. Um leið að fræða fólk. Hann hafi reynt í starfi sínu sem borgarstjóri að gleðja fólk. Besti flokkurinn njóti nú stuðnings 37% kjósenda og sé þar með stærsti flokkurinn í Reykjavík.

Undanfarna mánuði hafi hann velt því fyrir sér hvað hann ætti að gera í komandi kosningum. Jón Gnarr segir að það sé mikið um leyndarmál í stjórnmálum og hann eigi ekki auðvelt með slíkt. Honum hafi fundist vont að hafa haldið því leyndu undanfarinn mánuð hvað hann ætli sér að gera.

Jón Gnarr segir að Besti flokkurinn sé ekkert án hans og því hafi sú ákvörðun verið tekin að renna Besta flokknum saman við Bjarta framtíð og fólkið í Besta flokknum muni bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar í vor. Hann ætli sér að fara og leita að gleðinni.

Að sögn Jóns mun hann gegna starfi borgarstjóra fram yfir kosningar í vor.

Björt framtíð í Reykjavík heldur stofnfund sinn í dag klukkan 13 og þar verður farið yfir framboð flokksins til borgarstjórnarkosninga á komandi vori.

Hugmyndin varð til í Tvíhöfða

Að sögn Jóns Gnarr kviknaði hugmyndin að pólitísku framboði hans nokkru áður í þættinum Tvíhöfði á Kananum. Þeir Sigurjón ræddu pólitíkina í þættinum í kringum áramótin 2009 að sögn Jóns og talaði um að þeir hafi aldrei fengið að vera með þátt í Sjónvarpinu. Sigurjón leiðrétti þetta og minnti Jón á að þeir hafi fyrst komið fram í útvarpi og sjónvarpi hjá RÚV.

Jón Gnarr sagði að ástæðan fyrir því að þeir fengu ekki þátt á RÚV þá að þar sé pólitíkin við völd. Þegar sjálfstæðismenn eru við völd þá fái þeir þátt og vinstri menn fái þátt þegar vinstri menn eru við völd. Sagðist Jón hafa komið með þá góðu hugmynd að þeir myndu stofna stjórnmálaflokk. Hann yrði menntamálaráðherra og myndi síðan skipa Sigurjón útvarpsstjóra. Þeir yrðu síðan sakaðir um spillingu og segja af sér í kjölfarið. Þetta hafi verið fyrsta hugmyndin að Besta flokknum.

 Að sögn Jóns ólst hann upp á pólitísku heimili þar sem stjórnmál voru mikið rædd en honum hafi sjálfum leiðst pólitík. Hann hafi orðið anarkisti þrettán ára gamall. Anarkisminn hafi mótað ævi hans og meðal annars uppeldi barna hans. Það hafi til að mynda verið anarkisminn sem leiddi hann inn í trúmálin. Hann hafi gert heiðarlega tilraun til þess að verða trúaður en án árangurs.

Hann segir það einstaka reynslu sem hann hafi fengið í starfi sínu sem borgarstjóri undanfarin þrjú og hálft ár.

Sigurjón og Jón Gnarr fóru yfir umræðuna um niðurhal þá þætti sem þeir hafa horft á undanfarið á Netflix, má þar nefna Orange is the New Black. Sigurjón var lítið hrifinn af þættinum en Jón Gnarr var mun hrifnari.

Að sjálfsögðu ræddu þeir Star Wars og útgáfu á þeim myndum. Jón Gnarr segist hafa greitt miklu meira fyrir Star Wars heldur en hann hefði þurft að gera því fyrst hafi hann keypt VHS spólur sem ekki er hægt að nota þegar hann verður gamall.

Dagur er Paul og Jón Gnarr er John

Jón Gnarr varaði hlustendur þáttarins við því að þeir gætu talist fórnarlömb pólitísks áróðurs þar sem hann myndi kynna ákvörðun sína í þættinum en hann sagðist sjálfur vera illa þokkaður af fjölmiðlum landsins sem væri öllum í nöp við sig.

Þegar Sigurjón spurði Jón Gnarr um hvort væri betra, góður morgunn í ráðhúsinu eða góður morgunn í Tvíhöfða sagði hann að ekki væri hægt að bera þetta tvennt saman enda ólíkir. Hann segist ekki sakna síns fyrra lífs og það sé synd að segja að það sé auðvelt að leika í þáttum.

Hann sagðist sinna starfi sínu vel en gleymi sér stundum þar sem hann er með athyglisbrest og bauð Sigurjóni við það upp á apótekaralakkrís. Hann mæti á alla fundi og sinni því á sinn hátt. Að sögn Jóns Gnarr er starf borgarstjóra samvinnuverkefni og nefndi hann þar Dag B. Eggertsson og Einar Örn til sögunnar.  Sagði hann að ef tekin væri samlíking af Bítlunum þá væri Dagur Paul McCartney og hann sjálfur John Lennon.

Glóandi línur

„Hlustendur“ fengu að ljá þættinum rödd sína og voru menn sammála um að lagavalið hafi verið gott í þættinum en ekki voru þeir sammála um störf Jóns Gnarr í embætti borgarstjóra. Tekið var fram að Jón Gnarr hefði yfirgefið hljóðverið á meðan hlustendur fengju orðið.

„Eldri kona“ sagði að hann ætti að skammast sín: „Jón Gunnar Kristinsson segðu af þér og skammastu þín“, á meðan annar talaði um að Jón Gnarr hafi staðið sig vel þó svo hann hafi ekki kosið Besta flokkinn á sínum tíma. Þessum manni varð tíðrætt um stuðnings Jóns Gnarr við „kynvillinga“ og að hann hefði sjálfur unnið með kynvillingi á  næturvöktum í gamla daga. Maðurinn sagði að hann hefði hins vegar aldrei haft hugrekki til að standa með kynvillingnum sem hafi reykt óheyrilega mikið. Því hann óttaðist að vera talinn kynvillingur sjálfur. Hann gat hins vegar upplýst Tvíhöfða um að maðurinn væri hættur að reykja en hann sjálfur „hlustandinn“ hafi ekki enn þorað að lýsa yfir stuðningi við hann.

Sigurjón spurði „hlustandann“ að því hvernig Jón hefði stutt þennan hóp? Sá svaraði því til að hann hafi klætt sig upp á og eins hafi hann sagt að Jesú væri kynvillingur.

Einn hlustandi hringdi til þess að kvarta undan fólki sem hringir inn í útvarpsþætti og velti því fyrir sér hvort fólk hefði ekkert annað að gera en að hringja inn í útvarpsþætti.

Jón Gnarr upplýsti hlustendur um að hann yrði í prinsessuviðtali í Kastljósi í kvöld en þeir Sigurjón fylgdust með umfjöllun annarra fjölmiðla í útsendingunni og kvörtuðu meðal annars yfir því að mbl.is væri ekki að fjalla um þáttinn þeirra líkt og aðrir fjölmiðlar.

mbl.is

Innlent »

Íslendingar í Sri Lanka óhultir

14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru í Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...