Jón Gnarr hættir í vor

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, ætlar ekki að  bjóða sig fram fyrir Besta flokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann skipaði fyrsta sætið á lista Besta flokksins í Reykjavík í kosningunum árið 2010 og hefur gegnt embætti borgarstjóra frá þeim tíma.

Besti flokkurinn fékk 6 borgarfulltrúa kjörna í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5 borgarfulltrúa, Samfylkingin 3 og Vinstri grænir 1. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun  mun Besti flokkurinn bæta við sig fylgi í komandi kosningum.

Tvíhöfði saman á ný

Jón Gnarr greindi frá þessari ákvörðun sinni í þættinum Tvíhöfða á Rás 2 í morgun. Tvíhöfði, þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, kom saman í dag til að vekja athygli á átaki Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni.

Tími leiðtogans er liðinn sagði Jón Gnarr í þættinum og vísaði þar til hljómsveitarinnar Stranglers. Þegar hann tilkynnti ákvörðun sína sagði hann að hans tími væri liðinn í pólitík. Hann sagðist kunna illa við léleg samskipti í pólitíkinni og það sé mjög lítið um uppbyggileg samtöl í stjórnmálunum og honum líki ekki við þann kúltúr sem er í stjórnmálunum. Hann langi meira að gera eitthvað þar sem meiri gleði ríkir. Hann hafi því ákveðið að bjóða sig ekki fram og fara að leita að gleðinni.

Jón Gnarr líkti þessu við því að vera í leshring þar sem ekkert annað er rætt en stafsetningin. Ekkert rætt um söguna sjálfa.

Jón Gnarr var ekkert að flýta sér við að tilkynna um ákvörðun sína heldur buðu þeir hlustendum upp á umræðu um niðurhal og fjölmörg lög með hljómsveitinni Crass en þeir tilkynntu í upphafi þáttar um að þeir myndu einungis spila Crass í þættinum. Eins bauð Jón Gnarr þeim Sigurjóni og Dodda tæknimanni ítrekað upp á apótekaralakkrís í þættinum.

Besti flokkurinn rennur inn í Bjarta framtíð

Jón Gnarr sagði í þættinum að það hafi verið hans markmið í lífinu að gleðja fólk. Það hafi meðal annars verið það sem hann hafi gert í Tvíhöfðaþáttunum. Um leið að fræða fólk. Hann hafi reynt í starfi sínu sem borgarstjóri að gleðja fólk. Besti flokkurinn njóti nú stuðnings 37% kjósenda og sé þar með stærsti flokkurinn í Reykjavík.

Undanfarna mánuði hafi hann velt því fyrir sér hvað hann ætti að gera í komandi kosningum. Jón Gnarr segir að það sé mikið um leyndarmál í stjórnmálum og hann eigi ekki auðvelt með slíkt. Honum hafi fundist vont að hafa haldið því leyndu undanfarinn mánuð hvað hann ætli sér að gera.

Jón Gnarr segir að Besti flokkurinn sé ekkert án hans og því hafi sú ákvörðun verið tekin að renna Besta flokknum saman við Bjarta framtíð og fólkið í Besta flokknum muni bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar í vor. Hann ætli sér að fara og leita að gleðinni.

Að sögn Jóns mun hann gegna starfi borgarstjóra fram yfir kosningar í vor.

Björt framtíð í Reykjavík heldur stofnfund sinn í dag klukkan 13 og þar verður farið yfir framboð flokksins til borgarstjórnarkosninga á komandi vori.

Hugmyndin varð til í Tvíhöfða

Að sögn Jóns Gnarr kviknaði hugmyndin að pólitísku framboði hans nokkru áður í þættinum Tvíhöfði á Kananum. Þeir Sigurjón ræddu pólitíkina í þættinum í kringum áramótin 2009 að sögn Jóns og talaði um að þeir hafi aldrei fengið að vera með þátt í Sjónvarpinu. Sigurjón leiðrétti þetta og minnti Jón á að þeir hafi fyrst komið fram í útvarpi og sjónvarpi hjá RÚV.

Jón Gnarr sagði að ástæðan fyrir því að þeir fengu ekki þátt á RÚV þá að þar sé pólitíkin við völd. Þegar sjálfstæðismenn eru við völd þá fái þeir þátt og vinstri menn fái þátt þegar vinstri menn eru við völd. Sagðist Jón hafa komið með þá góðu hugmynd að þeir myndu stofna stjórnmálaflokk. Hann yrði menntamálaráðherra og myndi síðan skipa Sigurjón útvarpsstjóra. Þeir yrðu síðan sakaðir um spillingu og segja af sér í kjölfarið. Þetta hafi verið fyrsta hugmyndin að Besta flokknum.

 Að sögn Jóns ólst hann upp á pólitísku heimili þar sem stjórnmál voru mikið rædd en honum hafi sjálfum leiðst pólitík. Hann hafi orðið anarkisti þrettán ára gamall. Anarkisminn hafi mótað ævi hans og meðal annars uppeldi barna hans. Það hafi til að mynda verið anarkisminn sem leiddi hann inn í trúmálin. Hann hafi gert heiðarlega tilraun til þess að verða trúaður en án árangurs.

Hann segir það einstaka reynslu sem hann hafi fengið í starfi sínu sem borgarstjóri undanfarin þrjú og hálft ár.

Sigurjón og Jón Gnarr fóru yfir umræðuna um niðurhal þá þætti sem þeir hafa horft á undanfarið á Netflix, má þar nefna Orange is the New Black. Sigurjón var lítið hrifinn af þættinum en Jón Gnarr var mun hrifnari.

Að sjálfsögðu ræddu þeir Star Wars og útgáfu á þeim myndum. Jón Gnarr segist hafa greitt miklu meira fyrir Star Wars heldur en hann hefði þurft að gera því fyrst hafi hann keypt VHS spólur sem ekki er hægt að nota þegar hann verður gamall.

Dagur er Paul og Jón Gnarr er John

Jón Gnarr varaði hlustendur þáttarins við því að þeir gætu talist fórnarlömb pólitísks áróðurs þar sem hann myndi kynna ákvörðun sína í þættinum en hann sagðist sjálfur vera illa þokkaður af fjölmiðlum landsins sem væri öllum í nöp við sig.

Þegar Sigurjón spurði Jón Gnarr um hvort væri betra, góður morgunn í ráðhúsinu eða góður morgunn í Tvíhöfða sagði hann að ekki væri hægt að bera þetta tvennt saman enda ólíkir. Hann segist ekki sakna síns fyrra lífs og það sé synd að segja að það sé auðvelt að leika í þáttum.

Hann sagðist sinna starfi sínu vel en gleymi sér stundum þar sem hann er með athyglisbrest og bauð Sigurjóni við það upp á apótekaralakkrís. Hann mæti á alla fundi og sinni því á sinn hátt. Að sögn Jóns Gnarr er starf borgarstjóra samvinnuverkefni og nefndi hann þar Dag B. Eggertsson og Einar Örn til sögunnar.  Sagði hann að ef tekin væri samlíking af Bítlunum þá væri Dagur Paul McCartney og hann sjálfur John Lennon.

Glóandi línur

„Hlustendur“ fengu að ljá þættinum rödd sína og voru menn sammála um að lagavalið hafi verið gott í þættinum en ekki voru þeir sammála um störf Jóns Gnarr í embætti borgarstjóra. Tekið var fram að Jón Gnarr hefði yfirgefið hljóðverið á meðan hlustendur fengju orðið.

„Eldri kona“ sagði að hann ætti að skammast sín: „Jón Gunnar Kristinsson segðu af þér og skammastu þín“, á meðan annar talaði um að Jón Gnarr hafi staðið sig vel þó svo hann hafi ekki kosið Besta flokkinn á sínum tíma. Þessum manni varð tíðrætt um stuðnings Jóns Gnarr við „kynvillinga“ og að hann hefði sjálfur unnið með kynvillingi á  næturvöktum í gamla daga. Maðurinn sagði að hann hefði hins vegar aldrei haft hugrekki til að standa með kynvillingnum sem hafi reykt óheyrilega mikið. Því hann óttaðist að vera talinn kynvillingur sjálfur. Hann gat hins vegar upplýst Tvíhöfða um að maðurinn væri hættur að reykja en hann sjálfur „hlustandinn“ hafi ekki enn þorað að lýsa yfir stuðningi við hann.

Sigurjón spurði „hlustandann“ að því hvernig Jón hefði stutt þennan hóp? Sá svaraði því til að hann hafi klætt sig upp á og eins hafi hann sagt að Jesú væri kynvillingur.

Einn hlustandi hringdi til þess að kvarta undan fólki sem hringir inn í útvarpsþætti og velti því fyrir sér hvort fólk hefði ekkert annað að gera en að hringja inn í útvarpsþætti.

Jón Gnarr upplýsti hlustendur um að hann yrði í prinsessuviðtali í Kastljósi í kvöld en þeir Sigurjón fylgdust með umfjöllun annarra fjölmiðla í útsendingunni og kvörtuðu meðal annars yfir því að mbl.is væri ekki að fjalla um þáttinn þeirra líkt og aðrir fjölmiðlar.

mbl.is

Innlent »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast megi við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss

16:20 Suðurlandsvegur austan við gatnamót við Biskupstungnabraut er lokaður eftir að árekstur varð með tveimur bifreiðum þar. Unnið er að því að klippa út einn aðila úr hvorum bíl. Þeir eru báðir með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra. Meira »

„Fólk sem hatar rafmagn“

15:59 Orkumálastjóri segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Hann fjallar um myndina í jólaerindi á vef stofnunnar og segir hana einfaldað ævintýri en pistillinn ber yfirskriftina „Fólk sem hatar rafmagn“. Meira »

Losaði sig við fíkniefni við vopnaleit

15:55 Ferðalangur á leið í flug til Alicante sást losa sig við poka með hvítu dufti í vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Lögregla hafði uppi á aðilanum í fríhöfn flugstöðvarinnar og tók af honum vettvangsskýrslu áður en hann fékk að halda för sinni áfram Meira »

„Fer alfarið eftir fæðingardegi barns“

15:46 Reglugerð um hækkun á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi frá 1. janúar 2019 tekur til foreldra barna sem fæðast á árinu 2019. Eldri fjárhæðir gilda áfram vegna barna sem fæddust, voru ættleidd eða tekin í fóstur á tímabilinu 1. janúar 2017 - 31. desember 2018. Meira »

Júlíus Vífill áfrýjar dóminum

15:44 Júlíus Vífill Ingvarsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, en hann var í dag dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Þetta staðfestir Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar, við mbl.is. Meira »

Varað við aurskriðum og vatnavöxtum

15:11 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Fylgdarakstur í göngunum vegna þrifa

14:56 Aðfaranótt 19. desember frá kl. 22 til 07 verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa.   Meira »

Rigning og auð jörð á aðfangadag

14:19 „Það er ekki útlit fyrir hvít jól í Reykjavík,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hálfgert haustveður hefur verið á landinu síðustu daga og ekki er líklegt að jólin verði hvít, nema þá kannski helst á norðausturhlutanum. Meira »

Guðmundur skoðar mál FH

14:10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verður settur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika. Meira »

Valitor veitir jólaaðstoð

13:45 Stjórn Valitor veitti Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu, sem er samvinnuverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð, styrk til að aðstoða efnalitlar fjölskyldur fyrir jólin. Meira »

Allt að 6.500 m² samgöngumiðstöð

13:40 Óheppilegt væri að halda því opnu hvort húsnæði BSÍ stæði eða viki í samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar á svokölluðum Umferðarmiðstöðvarreit. Þetta meðal þess sem fram kemur í skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar og Strætó bs. sem gert var að undirbúa samkeppnina. Meira »

Borgin setur upp vatnspósta á fjölförnum stöðum

13:39 Reykjavíkurborg er að byrja að setja upp vatnspósta á torgum, útivistasvæðum og fjölförnum stöðum.   Meira »

Strætókortafalsari tekinn í Leifsstöð

13:20 Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku í fyrrinótt karlmann sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi. Að sögn lögreglu var maðurinn með 50 íslensk níu mánaða strætókort í fórum sínum, sem eru metin á rúmar þrjár milljónir kr. Meira »

Kúrdar og arabar fái kennslu á sínu máli

12:52 „Mér finnast þessir einstaklingar ekki hafa fengið nægilega skýra fræðslu og skýrar leiðbeiningar. Ég hef áhyggjur af þeim sem ekki eru á vinnumarkaði, þeim hefur ekki tekist að koma sér þangað því þá vantar upplýsingar á sínu tungumáli,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins. Meira »

Póstberi leggur fram kæru eftir hundsbit

12:18 Póstberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þegar hann var við störf sín. Tveir hundar voru lausir við hús þar sem póstberinn var að bera út og stökk annar þeirra á hann og beit hann í magann. Meira »