Kaþólska kirkjan ekki bótaskyld

Landakotskirkja
Landakotskirkja mbl.is/ÞÖK

Fagráði kaþólsku kirkjunnar á Íslandi bárust alls 17 kröfugerðir vegna ofbeldis eða kynferðislegar misnotkunar. Kirkjan er ekki bótaskyld að lögum nema í einu máli, sem er fyrnt. Öllum sem gerðu kröfu á kirkjuna hefur nú verið sent bréf og fyrirgefningarbeiðni. Kirkjan telur málinu þar með lokið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Kaþólska kirkjan sendir frá sér í dag. Þar kemur fram að stjórnendur kirkjunnar hafi sent endanlegt svar til allra hlutaðeigandi í gær. Í bréfinu segir að hugur þeirra leiti til fórnarlambanna persónulega og fjölskyldna þeirra.

Biðja fórnarlömbin fyrirgefningar

„Eins og páfar og biskupinn hafa margítrekað gert, tjá yfirvöld Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi viðkomandi dýpstu hluttekningu sína vegna þess sem gert hefur verið á þeirra hlut og biðja fórnarlömbin fyrirgefningar á því,“ segir í fréttatilkynningunni.

Kaþólska kirkjan skipaði í nóvember 2012 fagráð sem veita átti biskupi álit um bótarétt þolenda kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis innan Kaþólsku kirkjunnar, í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar kirkjunnar sem kom út í ágúst í fyrra.

Fagráðið tók til starfa í desember 2012, undir formennsku Eiríks Elísar Þorlákssonar hrl. Það skilaði sínum niðurstöðum í ágúst og hefur kirkjan síðustu mánuði farið í gegnum þær og tekið afstöðu til þeirra. Kirkjan segist hafa gert allar nauðsynlegar ráðstafanir, í samræmi við sömu verklagsreglur og tíðkast hjá Kaþólsku kirkjunni um allan heim og í samræmi við íslensk lög.

Flestar kröfur gegn séra George og Margréti Müller

Af þeim 17 kröfugerðum sem fagráðinu barst voru 10 gegn hollenska prestinum sér George og kennslukonunni Margréti Müller, vegna kynferðislegrar misnotkunar. Þau eru bæði látin. Einnig bárust fagráðinu 6 kröfugerðir gegn þeim vegna andlegs og annars ofbeldis.

Ein kröfugerðin varðaði kynferðisleg samskipti tveggja fullorðinna einstaklinga.

Öll þessi tilvik eru fyrnd að lögum og að áliti fagráðsins telst kirkjan ekki bótaskyld nema í einu þeirra. Í niðurstöðukafla skýrslu fagráðsins segir að ef engu að síður kæmi til greiðslu af hálfu kirkjunnar, þá væri það að mati fagráðsins umfram lagaskyldu.

Ekki viðurkenning á bótaskyldu

Tekið er fram í fréttatilkynningu kaþólsku kirkjunnar í dag að Reykjavíkurbiskupsdæmi hafi síðustu þrjú ár varið miklum tíma, vinnu og orku í þessi mál og „hefur að sjálfsdáðum lagt áherslu á að komast til botns í þessu erfiða máli með hlutlægni og vandvirkni að leiðarljósi.“

Þar segir jafnframt  að stjórnendur kaþólsku kirkjunnar hafi gert sitt besta til að leiða málið til lykta og veitt öllum aðilum; nefndum, yfirvöldum og þolendum reglulega allar tiltækar upplýsingar um málið.

„Allar ráðstafanir sem nú verða gerðar gerir Kaþólska kirkjan af fúsum og frjálsum vilja, sem felur þó ekki í sér viðurkenningu á bótaskyldu samkvæmt íslenskum lagareglum, hvorki beinni né óbeinni,“ segir í fréttatilkynningunni.

Ekki er þó tilgreint frekar hverjar þær ráðstafanir eru eða hvort einhverjum séu sannarlega greiddar bætur, þótt kirkjan teljist ekki bótaskyld.

„Með þessum aðgerðum staðfesta kaþólsk kirkjuyfirvöld endanlega lok þessara erfiðu mála,“ segir í fréttatilkynningunni. 

„Á undanförnum árum hefur í forvarnarskyni allt verið gert sem í mannlegu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir hvers konar misnotkun í framtíðinni. Kirkjan er að auki ætíð reiðubúin að veita þjónustu og sálusorgun öllum þeim sem þess óska enda er það hlutverk hennar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »

Íbúar til fyrirmyndar

Í gær, 20:19 Íbúar í Fornhagablokkinni í Vesturbæ Reykjavíkur láta umhverfismál sig varða og stofnuðu umhverfisnefnd í fyrra. Hún stefnir að því að leggja umhverfisstefnu fyrir blokkina á aðalfundi íbúanna í vor. Meira »

Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir

Í gær, 19:38 Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir eftir því að losna undan gerðardómi í lok mars, að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vinna stendur yfir við nýja kröfugerð og hyggur félagið á ferðalag um landið til að heyra hljóðið í hjúkrunarfræðingum. Meira »

Dýrara að leggja í bílastæðahúsum

Í gær, 19:25 Stöðumælagjald í langtímastæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar hækkaði um áramótin. Auk þess hækkar fyrsta klukkustundin í skammtímastæði. Meira »

Versta afkoman í áratug

Í gær, 19:20 Framlegð fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi reyndist að meðaltali 10,61% á árinu 2017 og hafði ekki mælst lægri í áratug þar á undan. Hæst reyndist framlegðin árið 2009 þegar hún var 20,79% en lækkaði án afláts frá árinu 2011 þegar hún mældist 19,1%. Meira »

„Erum að ýta á að fá svör“

Í gær, 19:08 „Það er kominn tími á að fara að hreyfa við þessum málum hvernig sem það verður gert,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Allsherjar verkföll séu þó ekki leiðin til að ná saman. Þriðji fundur stéttarfélaganna fjögurra með Samtökum atvinnulífsins verður hjá sáttasemjara á morgun. Meira »

Vildu að fjárveiting yrði stöðvuð

Í gær, 19:01 „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið. Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem bendir á að sjálfstæðismenn hafi þegar 2015 lagt til að fjárveiting til braggans í Nauthólsvík yrði stöðvuð. Meira »

Óeðlilegt að óska eftir sakamálarannsókn

Í gær, 18:12 „Undir engum kringumstæðum finnst mér eðlilegt að ósk um sakamálarannsókn komi frá pólitískum vettvangi borgarstjórnar. Gætum þess hvaða fordæmi við viljum setja hér í dag,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í umræðum um braggamálið í borgarstjórn í dag. Meira »

Möguleiki á opnun Bláfjalla í næstu viku

Í gær, 17:09 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, sem er bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Dagur segir Eyþór hafa hlaupið á sig

Í gær, 16:41 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hörðum orðum um þá fulltrúa minnihlutans sem stóðu að og studdu tillögu um að vísa braggaskýrslu til héraðssaksóknara og lét að því liggja að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks segir borgarstjóra skorta auðmýkt. Meira »

Útgáfu bókar Jóns Baldvins frestað

Í gær, 16:06 Útgáfu bókar með ræðum, ritum og greinum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem gefa átti út í tilefni áttræðisafmælis hans í febrúar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta staðfestir Steingrímur Steinþórsson hjá útgáfufélaginu Skruddu í samtali við mbl.is. Meira »

„Eins og er þá er þetta lítið hlaup“

Í gær, 15:56 Hlaupið í Múlakvísl er lítið og vatnsborð, sem hækkaði fyrir hádegi, er á niðurleið. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði fylgst með ánni. Meira »

Framkvæmdaleyfi veitt vegna tvöföldunar

Í gær, 15:49 Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að tvöfalda vegakaflann á Reykjanesbraut frá Kaldárselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Meira »

Miðflokksmenn hafa ekki boðað komu sína

Í gær, 15:01 Hvorki Gunnar Bragi Sveinsson né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa boðað komu sína á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun, eins og nefndin hefur beðið um. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Breyttu framlagðri tillögu sinni

Í gær, 14:56 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lögðu fram breytingartillögu við framlagða tillögu sína til borgarstjórnar um að vísa skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 til héraðssaksóknara. Meira »
Til leigu .
Svefnherbergi og stofa með snyrtingu í Kópavogi . Leigan er kr. 90.þús. pr.mán....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...