Hallar verulega á konur í íslenskri tónlistarsenu

Hljómsveitin Mammút er m.a. skipuð flottum stelpum sem spila á ...
Hljómsveitin Mammút er m.a. skipuð flottum stelpum sem spila á ýmis hljóðfæri. mbl.is/Styrmir Kári

Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona og verðandi kynjafræðingur, vann í sumar að rannsókn þar sem hún kortlagði stöðu kvenna í tónlist. Þar kemur fram að konur standa höllum fæti á öllum sviðum, hvort sem er við að skapa tónlist, flytja hana, spila á útvarpsstöðvum, stjórna útgáfumálum og þar fram eftir götunum.

Rannsóknin var styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna og Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Lára kynnti rannsóknina með erindi á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu í félagsvísindum, sem haldin var fyrir stuttu ásamt Gyðu Margréti Pétursdóttur, lektor í kynjafræði. Rannsókn Láru sýnir fram á það að karlmenn eru í miklum meirihluta meðal þeirra sem starfa innan tónlistargeirans á Íslandi.

Engin gögn til

Tímabilið sem Lára skoðaði í rannsókn sinni nær frá september til desember árin 2010, 2011 og 2012. Þegar tónlistargagnrýni er skoðuð kemur í ljós að gagnrýnendur platnanna voru aðallega karlar. Eins eru plöturnar sem gagnrýndar eru með kaörlum í töluverðum meirihluta. Hins vegar er ekki hægt að bera mun á umfjöllun og gagnrýni tónlistarkarla og tónlistarkvenna saman við útgefnar plötur á árunum þar sem hvergi eru til nákvæmar tölur yfir útgefnar plötur frá ári til árs.

„Gögnin eru ekki til. Þegar ég kynnti FÍH rannsóknina var talað um að það væri kominn nýr gagnagrunnur og þar ætti að vera skrá yfir allar nýjar útgáfur. Hins vegar er það svo nýtt að ekki er hægt að líta aftur í tímann,“ segir Lára. „Mér finnst að það eigi að vera gagnsæi í þessu. STEF skráir aðeins verk og kynjaskiptingu þar. Ef kona kemur að verki er hún skráð, en þær eru einnig í miklum minnihluta þar.“

Einungis er hægt að líta til Plötutíðinda, rits sem kemur út fyrir jólin og er það yfirlit sem kynnir útgáfu ársins í tónlist. Allir útgefendur hafa aðgang en hver kynning kostar sitt og því ekki gefið að allir geti kynnt plötu sína þar. „Helst eru það stóru útgáfufyrirtækin sem komast að og er þeim aðallega stjórnað af körlum.“

Karlar ávallt í meirihluta

Tónlistinn inniheldur mest seldu plötur landsins og er hann unninn upp úr sölugögnum verslana sem selja íslenska tónlist. Þar rata konur sjaldan inn í efstu 10 söluhæstu sætin. Árið 2010 áttu 13 konur en 83 karlar plötur í efstu 10 sætum listans frá september til desember, ári seinna áttu 18 konur en 73 karlar plötu í efstu 10 sætum listans en árið 2012 áttu aðeins sjö konur plötu í einhverju af 10 efstu sætum listans en 52 karlar. Lagalistinn er á svipuðum nótum en hann er inniheldur mest spiluðu lögin á Íslandi og er unninn upp úr helstu útvarpsstöðvunum. Farið er yfir sama tímabil og var gert á Tónlistanum. Árið 2010 voru fjórar konur en 56 karlar með lag á listanum, 10 konur en 47 karlar árið 2011 og þrjár konur en 53 karlar árið 2012.

KÍTÓN hefur áhrif

„Konur eru ekki víða þegar kemur að stjórnum og félögum í íslenskri tónlist. Til að mynda er engin kona í stjórn STEF og ÚTÓN sem bæði eru lykilfélög í íslenskri tónlistarsenu. En með tilkomu KÍTÓN finnst mér að FÍH og fleiri séu að átta sig á þessu og vera tilbúnir að berjast með okkur.“ Lára er ein af fjórum konum sem stofnuðu Félag kvenna í tónlist eða KÍTÓN á þessu ári og situr hún í stjórn ásamt átta öðrum konum. „Í félaginu sitja um 200 konur í dag og er það sífellt að vaxa,“ segir Lára.

Hún segir næsta skref hjá félaginu vera að opna augu fólks fyrir þessari miklu kynjaskekkju innan greinarinnar. „Okkur fannst vanta einhver gögn til að vísa í þar sem við fundum fyrir miklum mun á kynjum í tónlistariðnaðinum og er rannsóknin tilkomin vegna þessa. KÍTÓN hefur líka skapað mikla vitund meðal kvenna um að koma frekar inn í ýmis ráð og félög á vegum tónlistar. Ég held að það verði breyting á næstu árum og að þetta nái að leiðréttast aðeins með tilkomu þessarar vitundarvakningar.“

Lára segist nokkuð viss um að kynjaskekkjan liggi í grunninum, í uppeldinu. „Mér finnst mikilvægt að kennslu í kynjafræði verði komið fyrir á öllum skólastigum og þar verði fræðsla um staðalímyndir og kynímyndir, sérstaklega til þess að fólk sé meðvitaðara um þetta og hvaða afleiðingar þetta hefur. Það er grundvöllur að jafnrétti,“ segir Lára. Til að uppræta kynjaskekkjuna sé mikilvægt að viðurkenna þau áhrif sem menningarlegur mismunur og úreltar staðalímyndir og kynímyndir hafi á stöðu kvenna í íslenskri tónlist.

Engin gögn eru til um útgefnar plötur. Ekki var því ...
Engin gögn eru til um útgefnar plötur. Ekki var því hægt að bera saman umfjöllun við útgefnar plötur undanfarin ár. Plötutíðindi eru eina viðmiðið en þar er öllum frjálst að tilkynna útgáfu sem kostar þó sitt.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Norðmaður vann tvo milljarða

20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu frestað um kosningaaldur

19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Tekist á um kosningaaldur á þingi

16:45 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lét að því liggja í ræðu sinni áðan að þeir sem berðust fyrir því að frumvarp um lækkun kosningaaldurs færi óbreytt í gegn væru helst þeir sem teldu sig geta grætt pólitískt á því. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
 
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...