Fengju níu bæjarfulltrúa af ellefu

Í Garðabæ.
Í Garðabæ.

Ef sveitarstjórnarkosningar færu fram á morgun myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 58,8% atkvæða í Garðabæ og níu fulltrúa af ellefu í nýrri bæjarstjórn, þeirri fyrstu eftir að sameining Garðabæjar og Álftaness tók gildi um síðustu áramót.

Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið leiðir þetta í ljós. Björt framtíð fengi 12,7% atkvæða og einn mann, sem og Samfylkingin sem fengi 12,3% fylgi.

Aðrir flokkar kæmust ekki að í bæjarstjórn Garðabæjar. Þannig myndi M-listi Fólksins í bænum ekki ná inn manni, fengi 1,5% en var með 15,9% í kosningunum í Garðabæ 2010. Óháða framboðið á Álftanesi og Álftaneshreyfingin, sem fengu sinn fulltrúa hvor í síðustu kosningum, voru ekki nefnd á nafn núna, að því er fram kemur í úttekt á niðurstöðum  könnunarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert