Háhyrningatóngjafi settur í fjörðinn á fimmtudag

Á Kolgrafafirði.
Á Kolgrafafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Til stendur að setja tóngjafa sem hermir eftir háhyrningahljóðum í Kolgrafafjörð á fimmtudag að sögn Sigmars Guðbjörnssonar, framkvæmdastjóra Stjörnu-Odda sem sá um þróun tóngjafans.

Eins og fram hefur komið er tilgangur háhyrningahljóðanna að smala síldinni saman og fæla burt úr firðinum. „Við höfum verið að þróa þetta tæki sem getur gefið talsvert lága tíðni á mjög háum tónstyrk,“ segir Sigmar en búnaðurinn er að hans sögn sá eini sinnar tegundar í heiminum.

Hann segir að búnaðurinn hafi upphaflega verið hugsaður til þess að kalla á þorska í þorskeldi í opnum fjörðum. „Þá var meiningin að kalla á þorska í matinn í meira en kílómetra radíus,“ segir Sigmar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert