Háhyrningatóngjafi gæti nýst síðar til forvarnar

Í Kolgrafafirði.
Í Kolgrafafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Tilraun með háhyrningatóngjafa til að smala saman síld í Kolgrafafirði var framkvæmd í gær.

Að sögn Sigmars Guðbjörnssonar hjá Stjörnu-Odda, sem þróaði hugmyndina, tókst tilraunin vel en ekki verði hægt að nýta tóngjafann einan og sér til að smala síld í Kolgrafafirði. „Niðurstaðan er sú að við notum ekki hljóðbylgjur til þess að smala fjörðinn [...] Við höfum hins vegar áhrif á síldina umhverfis bátinn í um 30 metra radíus,“ segir Sigmar.

Hann segir það ljóst að ekki verði hægt að nota hljóðbylgjurnar til þess að smala síldinni úr firðinum nú. Hins vegar gefi niðurstöður tilraunarinnar til kynna að mögulega verði hægt að mynda eins konar hljóðbylgjuvegg nærri brú í Kolgrafafirði til þess að fyrirbyggja að síldin fari inn í fjörðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »