Ekki fjallað um viðaukatillögu

Frá bæjarstjórnarfundi í Kópavogi, Guðríður Arnardóttir l.t.v.
Frá bæjarstjórnarfundi í Kópavogi, Guðríður Arnardóttir l.t.v. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tillaga fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs um viðauka við fjárhagsáætlun bæjarins, til að fjármagna byggingu félagslegra íbúða, var ekki tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, gagnrýnir forseta bæjarstjórnar harðlega fyrir fundarstjórn hans.

Ómar Stefánsson, forseti bæjarstjórnar, sagði tillöguna ekki á dagskrá bæjarstjórnar og því voru greidd atkvæði um afbrigði við dagskrá svo hægt væri að taka hana fyrir. Það var fellt með sex atkvæðum gegn fimm.

Þetta segir Guðríður í Morgunblaðinu í dag vera „fordæmalausan gjörning“. Tillagan hafi sannanlega verið á dagskrá bæjarstjórnar þar sem hún hafi verið lögð fram í bæjarráði í síðustu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »