„Nú kemst enginn undan“

Nýtt hraðamælingartæki Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu getur mælt marga bíla í einu óháð akgreinum af mikilli nákvæmni. „Nú kemst enginn undan,“ segir Ragnar Árnason varðstjóri, en tækið getur einnig safnað miklu af upplýsingum til að greina aksturshegðun á ákveðnum götum.

mbl.is var á Vesturlandsveginum þar sem lögreglumenn voru að læra á tækið í dag.

mbl.is