Sakaði Bjarna um pólitísk umboðssvik

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er ekki hægt að kalla háttsemi hans annað en pólitísk umboðssvik,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, um loforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að þjóðin fengi að greiða atkvæði um framhald viðræðna við ESB.

Össur spurði Pétur H. Blöndal, þingmann Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í kvöld hvað honum þætti um að það loforð Bjarna og að hann ætlaði sér að svíkja það. Vísaði Össur til þess sem kom fram hjá Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, um að honum hefði verið lofað bæði fyrir og eftir kosningar að það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna. Á þeim grundvelli hefði fjöldi sjálfstæðismanna veitt formanni flokksins umboð sitt. Því væri um að ræða umboðssvik.

Pétur sagði það margoft hafa komið upp að kosningar breyttu stöðu mála. Þannig hefði það til dæmis verið árið 2009 þegar annar stjórnarflokkurinn hafði lofað því að tala ekki við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ganga ekki í Evrópusambandið. Það fyrsta sem flokkurinn gerði var hins vegar að sækja um aðild að ESB og semja við AGS. Þar breyttust forsendur.

Hann sagði að það algilt að kosningar breyttu stöðu mála, kosningar og samsteypustjórnir. Hann sagði að loforðið hefði breyst þegar tveir flokkar náðu saman sem báðir væru á móti aðild. Loforðið hafði eftir það ekkert innihald.

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert