Tilikum ekki á leið til Íslands

Tilikum leikur listir sínar í Seaworld.
Tilikum leikur listir sínar í Seaworld.

Háhyrningurinn frægi, Tilikum, mun að öllum líkindum ekki synda um í sjónum við Ísland á næstu árum. Líkt og greint hefur verið frá á mbl.is barst sjávarútvegsráðuneytinu fyrirspurn frá Tracy E.L. Poured hjá Qualia Inc. um miðjan ágúst á síðasta ári, en hún vildi sleppa háhyrningnum í hafið við Íslandsstrendur.

Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu virðist sem Tracy hafi ekki umboð til að senda fyrirspurn eða beiðni sem þessa, en háhyrningurinn dvelur nú í dýragarðinum Sea World í Bandaríkjunum. Málið er því komið af borði ráðherra

Tilikum er sagður hafa verið veiddur við Íslandsstrendur, nánar tiltekið í Berufirði, árið 1983. Þá var hvalurinn tveggja ára gamall og er hann því 32 ára í dag. Tilikum hefur drepið þrjár manneskjur, tvo þjálfara og gest í dýragarði. Eftir þriðja drápið sýndi Tilikum ekki listir sínar í dýragarðinum SeaWorld í Orlando fyrr en í mars árið 2011.

Þjálfarar hans hafa ekki verið með honum í vatninu eftir síðasta drápið árið 2010 og er sérstakur búnaður notaður til að nudda hann í stað snertingar þjálfarans. Háhyrningurinn hefur getið af sér 21 afkvæmi og eru ellefu þeirra á lífi.

Frétt mbl.is: Koma Tilikums til Íslands óráðin.
Frétt mbl.is: Munu líta til máls Keikós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert