Humarskipið bútað niður í brotajárn

Skipið var meðal annars notað til veisluferða um Sundin fyrir …
Skipið var meðal annars notað til veisluferða um Sundin fyrir utan Reykjavík og í hvalaskoðunarferðir í Faxaflóa. Þar áður sigldi það sem flóabáturinn Baldur um Breiðafjörð. mbl.is/Jón Páll Ásgeirs

Skip af ýmsum stærðum og gerðum hafa týnt tölunni hjá Furu ehf. í Hafnarfirði síðustu ár. Síðast til að vera dæmt til niðurrifs er Humarskipið, sem um tíma var notað sem veitingahús í Suðurbugtinni í Reykjavík.

Það mátti sannarlega muna sinn fífil fegri, en áður bar það meðal annars nöfnin Árnes, og var m.a. notað til hvalaskoðunar og í veisluferðir, og Baldur og sigldi þá um Breiðafjörðinn með fólk og fragt.

Faxaflóahafnir eignuðust Humarskipið á uppboði fyrir nokkru og dró dráttarbáturinn Magni það frá Reykjavík til Hafnarfjarðar á laugardag. Upphaflega fékk Humarskipið aðstöðu til bráðabirgða í Suðurbugt í gömlu höfninni í Reykjavík 2001. Byggt var ofan á skipið fyrir nokkrum árum. Það var smíðað fyrir útgerð flóabátsins Baldurs í Kópavogi 1966 og var sjötti báturinn sem nefndur var Baldur. Sá sjöundi er í siglingum sem Breiðafjarðarferjan Baldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »