Leita tjaldbúa í vonskuveðri

mbl.is/Ómar

Á annan tug björgunarsveitarmanna af Snæfellsnesi, úr Borgarnesi og Borgarfirði er nú á leið að Snæfellsjökli, en um fjögurleytið barst Neyðarlínu símtal frá erlendum ferðamanni sem sagðist vera þar einn á ferð í tjaldi og var hann orðinn uggandi um sinn hag vegna síversnandi veðurs.

Hann gat gefið upplýsingar um staðsetningu sína.

Fyrst voru tvær sveitir kallaðar út, en núna hafa 3-4 verið kallaðar út til viðbótar. Afar slæmar aðstæður eru á þessum slóðum og vonskuveður. Nú er verið að aka á jeppum, snjóbílum, snjótroðara og vélsleðum upp að þeim stað þar sem talið er að maðurinn sé. 

Óvíst er hversu langan tíma mun taka að ná til mannsins, en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er áætlað að það muni taka tvo til fjóra klukkutíma.

Frétt mbl.is: Einn í tjaldi í snarvitlausu veðri

mbl.is