Evrópustofa gæti starfað fram til 2015

Kynning á ESB gæti staðið yfir fram á mitt ár …
Kynning á ESB gæti staðið yfir fram á mitt ár 2015. mbl.is/afp

Svo gæti farið að Evrópustofa fengi fjármagn til að starfa í 12 mánuði til viðbótar, þannig að hún starfaði fram á mitt ár 2015.

Að sögn Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastýru Evrópustofu, mun framhaldið skýrast á næstu vikum. Evrópustofa hóf starfsemi um mitt ár 2011.

„Það er í gildi samningur um rekstur Evrópustofu út júlí á þessu ári. Það er möguleiki á að sá samningur verði endurnýjaður en samkvæmt gildandi samningi er heimilt að framlengja hann til júlíloka 2015. Það er því möguleiki á 12 mánaða framlengingu til viðbótar. Það hefur engin ákvörðun verið tekin, en sú ákvörðun er tekin í Brussel,“ segir Birna í Morgunblaðinu í dag og vísar til stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »