Vilja opna Botnsskála á ný

Botnsskála var lokað skömmu fyrir opnun Hvalfjarðarganga.
Botnsskála var lokað skömmu fyrir opnun Hvalfjarðarganga. Ljósmynd/Eysteinn Guðni Guðnason

Pétur Geirsson, sem stundaði veitingarekstur í Botnsskála í Hvalfirði um árabil, hefur ásamt sinni fjölskyldu áform um að byggja þar upp ferðaþjónustu að nýju.

„Við höfum haft þessi áform uppi alveg síðan við lokuðum skálanum á sínum tíma, en engar endanlegar ákvarðanir verið teknar,“ segir Pétur við Morgunblaðið en Botnsskála var lokað um ári áður en Hvalfjarðargöngin voru opnuð sumarið 1998.

Pétur rak Botnsskála frá árinu 1966 fram yfir 1990 og leigði síðan út rekstur skálans síðustu árin. Pétur lagði nýlega fram beiðni hjá Hvalfjarðarsveit um að fá lögheimili skráð í Botnsskála en erindinu var hafnað í sveitarstjórn á þeirri forsendu að um verslunarlóð væri að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert