Dramatísk ferð endaði skyndilega

Hópurinn við ofurjeppann sem kom þeim til bjargar.
Hópurinn við ofurjeppann sem kom þeim til bjargar. Skjáskot af Cambridge News

Tilraun fatlaðs, bresks, íþróttamanns til að fara þvert yfir Vatnajökul, stærsta jökul Evrópu, endaði með því að björgunarsveitir urðu að koma honum ofan af jökli um miðja nótt. „Herra Vatnajökull, við eigum eftir að klára þetta,“ skrifar Sean Rose á Facebook. Atvikið átti sér stað fyrir rúmri viku. Mbl.is sagði frá björgun mannanna ofan af jöklinum en fjórar björgunarsveitir af Austurlandi tóku þátt í aðgerðinni.

Sean Rose ætlaði fyrstur fatlaðra manna að ná því að fara þvert yfir stærsta jökul Evrópu. Hann er frá St Neots, bæ í Cambridgeskíri á Englandi. Í hópnum voru fjórir, auk Rose þeir Mike Dann, Kieron Jansch, og Max Smith.

Rose lamaðist í skíðaslysi og fór um Vatnajökul á sérhönnuðum sleða. Ferðin hafði gengið mjög vel í þrjá daga en eftir um 50 kílómetra leið veiktist Rose skyndilega. Það var á fimmtudaginn fyrir rúmri viku, segir í frétt Cambridge News þar sem fjallað er ítarlega um leiðangurinn og björgunina.

Fékk yfir 40 stiga hita

Á fimmtudag var tekið að hvessa hressilega á jöklinum og skyggni var orðið mjög lítið. Hópurinn sló því upp tjaldbúðum. 

Á föstudag hafði Rose hrakað mjög mikið. 

Jansch, sem kvikmyndaði leiðangurinn, segir að hann hafi augljóslega verið mjög veikur. Hann var kominn með yfir 40 stiga hita og blóðþrýstingur hans hafði hækkað umtalsvert. „Mike hringdi strax í 112 til að biðja um neyðarbjörgun þegar í stað.“

En vegna veðurs reyndist ómögulegt að koma þyrlu á vettvang. Önnur tilraun til björgunar mistókst einnig er björgunarsveitarmenn reyndu að komast á svæðið á snjósleðum. Þá festust tveir jeppar björgunarsveita í nýföllnum snjónum á jöklinum. 

„Þegar við fengum fréttir af misheppnuðum björgunartilraunum þá urðum við daprir og höfðum áhyggjur af því að Sean yrði að eyða annarri nótt í tjaldinu án lyfja og með hækkandi hita,“ segir Jansch við Cambrigde News.

En kl. 22 á föstudagskvöldið fengu þeir góðar fréttir. Tveir „ofurjeppar“ frá björgunarsveitum á Austurlandi voru í aðeins sex kílómetra fjarlægð.

„Það sem fylgdi í kjölfarið var ein rússíbanareið, þegar ofurjepparnir komu í gegnum snjóinn á jöklinum.“

Snemma á laugardagsmorgunn var Rose kominn á sjúkrahúsið á Neskaupsstað, tveimur sólarhringum eftir að hann veiktist.

Hann fékk sýklalyf og var fljótur að jafna sig. Hins vegar var hann mjög vonsvikinn að hafa ekki lokið við leiðangurinn. 

Frá sjúkrarúminu á Neskaupsstað skrifaði hann á Facebook: „Ég var stoltur að vera hluti af þessu liði, en svona gerðust hlutirnir. Við sáum um hver annan og þeir hugsuðu vel um mig þegar ég þarfnaðist þess mest. Við náðum mörgum markmiðum á svo margan hátt en okkur mistókst að ná áfangastað. Mér líður ekki vel með það svo herra Vatnajökull, við eigum eftir að klára það sem við byrjuðum á.“

Rose og Jansch eru nú komnir aftur til Bretlands. „Við vitum að við ráðum við þessa þrekraun og meira til, og við erum ákveðnir í að koma aftur og ljúka því sem við byrjuðum á,“ segir Jansch við Cambrigde News.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Jarðarför“ Okjökuls vekur athygli

10:01 Formleg kveðjuathöfn á jöklinum Ok í Kaldadal í Borgarfirði í gær hefur vakið heimsathygli. Sumir fjölmiðlar, svo sem AP og BuzzFeed, tala jafnvel um jarðarför jökulsins á meðan aðrir segja sorgarástand ríkja á Íslandi. Meira »

Tapaði 8 milljörðum á falli WOW

09:28 Skúli Mogensen segir fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu og við að reyna að verja WOW air falli. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrrverandi forstjóri WOW hefur sent frá sér. Hann segist hafa tapað 8 milljörðum á falli WOW. Meira »

Setja upp rafræn biðskýli

08:33 Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum borgarinnar og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen.  Meira »

Farvegur Dragár þornaði upp

08:18 Dragá í Skorradal, milli Litlu- og Stóru Drageyrar hefur þornað upp í sumar en á svæðinu hefur varla rignt síðan um miðjan maí að sögn Péturs Davíðssonar á Grund 2 í Skorradal. Meira »

Vilja stækka kjúklingabú til muna

07:57 Matfugl áformar að reisa fjögur 100 metra löng hús á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit þar sem fyrirtækið rekur kjúklingabú, til viðbótar við tvö hús sem fyrir eru. Meira »

Mest ávöxtun á Vestfjörðum

07:37 Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%. Meira »

Óráðið veður tekur við

07:02 Afar erfitt er að ráða í veðurhorfur fyrir næstu daga en nú þegar norðanáttin er að leggja upp laupana tekur við fremur óráðið veður. Meira »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Súper sól
Súper sól...