Eldflaugaskot í beinni

Frá Mýrdalssandi í morgun þar sem flauginni er skotið upp
Frá Mýrdalssandi í morgun þar sem flauginni er skotið upp mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stefnt er að því að eld­flaug­inni á Mýr­dalss­andi verði skotið á loft upp úr kl. 6:00. Eins og mbl.is hef­ur greint frá verða gopro mynda­vél­ar og snjallsími tengd við flaug­ina og hægt að fylgj­ast með skot­inu í beinni út­send­ingu á vefn­um. 

Um sexleytið verður lítilli flaug skotið upp en síðan verður aðaleldflauginni skotið upp, væntanlega um klukkan 8.

Uppfært kl. 10:18: Nú hefur öllum flaugunum verið skotið upp, tveimur stærri flaugum og einni minni. 

Tæknifræðingur hjá Símanum er nú á Mýrdalssandi að aðstoða háskólanema í HR við að skjóta upp eldflaug. Segir í bloggi á vef Símans: „Þetta er hreint frábært framtak enda ekki á hverjum degi sem eldflaug er skotið upp á Íslandi. Síminn styður þetta draumaverk háskólanemanna bæði með fjárframlagi og með því að setja upp sendi á staðnum og síma í eldflaugina til þess að hægt sé að safna upplýsingum um skotið. Hér má fylgjast með þessari fyrstu íslensku eldflaug. Búast þeir við að skotið verði upp um klukkan 8.“

Streymið er að hefjast og hægt að fylgjast með undirbúningnum hér

Einnig er hægt að fygjast með hér og hér

Frá Mýrdalssandi í morgun
Frá Mýrdalssandi í morgun mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert