Flaugarnar fundust ekki á sandinum

Frá Mýrdalssandi í morgun
Frá Mýrdalssandi í morgun mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Allar þrjár eldflaugarnar sem tíu nemendur skutu upp frá Mýrdalssandi í morgun fóru upp í loftið, tvær stærri og ein minni. Var þeim öllum skotið upp fyrir klukkan níu morgun og var hægt að fylgjast með skotinu í gegnum veraldarvefinn.

Að sögn Ívars Kristinssonar, meistaranema í Háskólanum í Reykjavík, fundust flaugarnar þó ekki heldur virðast þær hafa komið niður til jarðar nokkuð frá þeim stað þar sem hópurinn skaut þeim upp.

Hann reiknar með því að flogið verði yfir svæðið á næstunni til að leita finna flaugarnar og staðsetja þær. „Við lærðum ýmislegt af þessu,“ segir Ívar í samtali við mbl.is.

Hátt í 20 manns voru viðstaddir skotið í morgun, m.a. 10 nemendur, kennari frá HR, tveir úr sprengjusveit Landhelgisgæslunnar, ljósmyndari.

Frétt mbl.is: Eldflugaskot í beinni

Frétt mbl.is: Skjóta eldflaug af Mýrdalssandi

Hópurinn skaut upp þremur eldflaugum, tveimur stærri og einni minni.
Hópurinn skaut upp þremur eldflaugum, tveimur stærri og einni minni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Frá Mýrdalssandi í morgun þar sem flauginni er skotið upp
Frá Mýrdalssandi í morgun þar sem flauginni er skotið upp mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert