„Þurfum að hafa trú á okkur sjálfum og Djúpavogi“

Mikil óvissa er á Djúpavogi í kjölfar ákvörðunar Vísis að …
Mikil óvissa er á Djúpavogi í kjölfar ákvörðunar Vísis að hætta þar starfsemi.  Margir hafa þegar ákveðið að flytja. mbl.is/Sunna Ósk Logadóttir

„Það var ekki auðvelt að ákveða að flytja frá Djúpavogi til Grindavíkur,“ segir Delia Homecillo Dicdican, starfsmaður Vísis á Djúpavogi.

Hún er í hópi þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem hafa ákveðið að taka tilboði um vinnu í Grindavík og flytjast þangað búferlum. „Mér þykir vænt um Djúpavog. Hér á ég vini. Þegar ég flyt þarf ég að byrja upp á nýtt.“

Í dag býður Vísir starfsmönnum frá Djúpavogi í vettvangsferð til Grindavíkur. Í kjölfarið mun skýrast hversu margir munu flytja, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni Djúpavogs í Morgunblaðinu í dag.

„Við sem eftir erum þurfum að standa saman,“ segir Jóna Kristín Sigurðardóttir, starfsmaður Vísis, sem hefur ákveðið að búa áfram á Djúpavogi. „Við þurfum að hafa trú á okkur sjálfum og þessum stað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert