Hallbjörn dæmdur í 3 ára fangelsi

Hallbjörn Hjartarson
Hallbjörn Hjartarson Jón Sigurðsson

Hallbjörn Hjartarson tónlistarmaður var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum.

Talið var hafið yfir allan vafa að Hallbjörn hefði framið brotin og var niðurstaðan meðal annars studd við bréf sem hann ritaði dóttur sinni og móður annars brotaþolans þar sem hann beinlínis viðurkenndi þrjú brot gagnvart barnabarni sínu ásamt því að framburður vitna var talinn trúverðugur. Þá kemur fram að framburður Hallbjarnar í heild hafi verið ótrúverðugur.

Litið var til þess við ákvörðun refsingar að háttsemin hafi verið til þess fallin að valda drengjunum skaða og var bréf Hallbjarnar þar sem hann reyndi að koma ábyrgð á brotum sínum á brotaþola ekki talið honum til málsbóta og var virt honum til refsiþyngingar.

Hann var ákærður fyrir að hafa á árinu 1999 kysst annan drenginn á heimili sínu tungukossi og fróað honum. Þá hafi hann í lok árs 2000 eða á árinu 2001, á heimili drengsins, kysst hann  tungukossi, strokið ber kynfæri hans og haft við hann munnmök og látið drenginn fróa sér. 

Þá var hann ákærður fyrir að hafa í tugi skipta er hinn drengurinn var á aldrinum 7 til 18 ára gamall kysst hann tungukossi og káfað utanklæða á kynfærum hans og rassi á heimili sínu.

Við aðalmeðferð málsins afhenti dóttir Hallbjarnar og móðir annars brotaþolans bréf sem Hallbjörn ritaði þeim mæðginum. Í bréfinu segir hann að hann riti bréfið af gefnu tilefni þar sem honum og brotaþola hafi ekki auðnast að ræða málin. Síðan lýsir hann þremur tilvikum þar sem hann kemur verið kynfæri brotaþola og víkur svo að því að þetta hafi nú verið öll ósköpin og það það hefði verið betra ef hann segði foreldrum sínum sannleikann. Þá kemur einnig fram í bréfinu að Hallbjörn ætli sér ekki að erfa þetta við brotaþola. Fyrir dómi kvaðst hann viljað kaupa sér frið með fyrrgreindu bréfi.

Brotin vörðuðu við 1. og 2. mgr. 202. gr almennra hegningalaga þar sem lýst er refsiverðri háttsemi sem felst í því að hafa samræði eða önnur kynferðismök við börn. Háttsemin var talin falla undir hugtakið „önnur kynferðismök“ í skilningi ákvæðisins sem fólst í snertingu við kynfæri og munnmökum. Litið var til þess að brotin hafi verið mörg og staðið í samfellu um árabil en lokið á árinu 2011.

Hallbirni var gert að greiða brotaþolum 1.250.000 krónur í bætur og allan sakarkostnað. 

Hall­björn er þekkt­ur kántrý­söngv­ari og stofnaði Kántrýbæ á Skaga­strönd auk þess sem hann rak út­varps­stöðina Útvarp Kántrýbæ um ára­bil.

Frétt mbl.is: Hallbjörn ákærður fyrir kynferðisbrot

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert