Vindmælir og vefmyndavél á brún Esju

Arnþór Þórðarson við göngustíginn upp á Esju. Þverfell og Kistufell …
Arnþór Þórðarson við göngustíginn upp á Esju. Þverfell og Kistufell fyrir ofan. Esjuferjan mun liggja talsvert austan við göngustíginn, frá Mógilsá.

Hafnar verða mælingar á veðri á Esjunni á næstunni. Eru þær liður í undirbúningi að því að koma upp kláfi til að flytja farþega upp á brún fjallsins.

Verkefnisstjóri „Farþegaferju í Esju“ segir þó að veðurmælingarnar muni nýtast fólki sem gengur á Esjuna og öðru áhugafólki og muni auka öryggi fólks.

Hugmyndir um að ferja farþega upp á Esju eru ekki nýjar af nálinni en með vaxandi ferðamannastraumi til landsins er talinn grundvöllur til að hrinda henni í framkvæmd. Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar hefur tekið málið upp á sína arma og undirbýr framkvæmdina, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »