Umtalsverð skattsvik í ferðaþjónustu

Fólk í ferðaþjónustu telur skattsvik skekkja samkeppnina.
Fólk í ferðaþjónustu telur skattsvik skekkja samkeppnina. mbl.is/RAX

Forsvarsmenn 65% fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar telja að skattsvik skekki samkeppni í þeirri grein ferðaþjónustu sem fyrirtæki þeirra starfa í.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknastofnunar atvinnulífsins á Bifröst um umfang skattsvika og leiðir til úrbóta. Skýrslan byggist á könnun sem þeir Árni Sverrir Hafsteinsson og Jón Bjarni Steinsson, sérfræðingar hjá Rannsóknastofnun atvinnulífsins á Bifröst, gerðu í vetur. Þeir munu kynna niðurstöðurnar í dag á fundi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, klukkan 8.30 til 10.00.

„Þetta sýnir að innan greinarinnar verða menn varir við að það sé mikið um skattsvik sem bjaga samkeppnisstöðuna,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert