Fundu risastóran banana við Álftanes

Svona lítur bananinn út.
Svona lítur bananinn út. Af Facebook-síðu lögreglunnar

Ef einhver kannast við að hafa glatað banana af stærri sortinni fannst einn slíkur í fjörunni við Álftanes. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Ef einhver kannast við að eiga bananann góða getur sá hinn sami vitjað hans á lögreglustöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði, til kl.16 í dag, en annars hjá óskilamunadeild lögreglunnar eftir það. Netfangið þar er oskilamunir@lrh.is

mbl.is

Bloggað um fréttina