Hópnauðgun til ríkissaksóknara

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögregla hefur lokið rannsókn á hópnauðgun sem kærð var í maí. Fimm piltar á aldrinum 17-19 ára sem sættu gæsluvarðhaldi um tíma hafa allir enn réttarstöðu grunaðs manns en undir ríkissaksóknara er komið hvort gefin verður út ákæra á hendur þeim öllum.

16 ára stúlka lagði fram kæru á hendur piltunum 7. maí sl. Piltarnir voru handteknir samdægurs og sátu í gæsluvarðhaldi í eina viku. 

Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil, m.a. var lögð fram myndbandsupptaka sem tekin var á síma eins piltanna og lögreglu þykir styðja framburð stúlkunnar. Þá voru teknar skýrslur af fjölda fólks, en hópnauðgunin mun hafa átt sér stað í samkvæmi í Breiðholti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert