Hópnauðgunarmálinu áfrýjað

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu hópnauðgunarmáli en dómurinn var kveðinn upp 20. nóvember sl. Þetta kemur fram á heimasíðu embættisins.  Áfrýjun tekur til allra ákærðu.

Fimm piltar voru sýknaðir af ákæru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku í maí á síðasta ári. Einn þeirra var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að mynda atvikið og gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur í miskabætur.

Sýknudómurinn vakti hörð viðbrögð og umræðu um dómskerfið. Var m.a. mótmælt fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur stuttu eftir að sýknudómurinn féll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert