Bygging kísilvers United Silicon hf. í Helguvík að hefjast

Teikningin sýnir fyrirhugaða kísilverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík. Bygging …
Teikningin sýnir fyrirhugaða kísilverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík. Bygging fyrsta áfanga er að hefjast. Rekstur á að hefjast vorið 2016. Tölvuteikning/United Silicon

Öllum fyrirvörum var létt af raforkusölusamningi Landsvirkjunar og United Silicon hf. í gær. Landsvirkjun mun útvega rafmagn fyrir kísilverksmiðju sem United Silicon ætlar að reisa í Helguvík.

Verksmiðjan mun nota 35 MW af afli og er gert ráð fyrir að hún hefji starfsemi á fyrri hluta ársins 2016. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að orkan sem Landsvirkjun ætlaði að afhenda United Silicon væri til. Samningurinn kallaði því ekki á frekari virkjanaframkvæmdir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar eiga að hefjast í þessum mánuði. Magnús Garðarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri United Silicon hf. í Helguvík, sagði að 250-300 manns mundu vinna við framkvæmdirnar. Þegar fyrsti áfangi fer í gang munu vinna þar um 60 manns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »