„Erum bara að hanga í partýinu“

Bros var á hverju andliti í kjallara Hins hússins í dag þar sem haldin var lokahátíð sumarstarfs fatlaðra ungmenna. Þar hafa fjölmörg ungmenni eytt deginum í sumar og stundað hina ýmsu afþreyingu undir dyggri handleiðslu starfsfólks. Á hátíðinni leyndist fjöldinn allur af hæfileikafólki, en á meðan einn brá sér í gervi fréttamanns lagði önnur grunninn að tónlistarferli sínum.

mbl.is