Fundað um mál komandi þingvetrar

mbl.is/Hjörtur

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Vestmannaeyjum í dag og á morgun en um er að ræða hefðbundinn vinnufund þingmanna flokksins. Slíkir fundir eru jafnan haldnir á landsbyggðinni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins.

Meðal þess sem verður til umfjöllunar er fjárlagafrumvarp næsta árs, sjávarútvegsmál og önnur helstu mál næsta þingvetrar að sögn Þórdísar.

mbl.is