Hápunktur gossins skömmu fyrir eitt

Eldgosið.
Eldgosið. Skjáskot/Míla

Niðurstöður fundar vísindamannaráðs lauk fyrir hádegið og eru niðurstöður þær að klukkan 00.02 sáust merki um hraungos á vefmyndavél Mílu sem staðsett er á Vaðöldu, upp úr miðnætti sáust veik merki um gosóróa á mælum Veðurstofunnar og hápunktur gossins er talinn hafa verið á tímabilinu 00.40–01.00.

Lítið magn af hrauni kom úr gosinu og hraunrennsli virðist hafa stöðvast um kl. fjögur í nótt. Töluvert dró úr skjálftavirkni þegar gosið hófst en fjöldi skjálfta er nú aftur svipaður og undanfarna daga. Engar vísbendingar eru um að dragi úr ákafa atburðanna.

mbl.is