Náð hlýtur náð en ekki Míriel

Börnin missa eflaust ekki svefn vegna nafna sinna þó foreldrarnir …
Börnin missa eflaust ekki svefn vegna nafna sinna þó foreldrarnir geri það. mbl.is/Jim Smart

Þann 15.ágúst síðastliðinn hlutu eiginnöfnin Óðný, Brynmar og Náð náð fyrir augum mannanafnanefndar.

Einnig var fjallað um stúlkunafnið Míriel en það nafn virðist hafa verið nokkuð flóknara að úrskurða um. Þótti ritháttur nafnsins Míriel ekki samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem i stendur aldrei á undan e í ósamsettum orðum og ekki þótti nafnið heldur vera gjaldgengt fyrir sakir hefðar eða menningarhelgi.

Mannanafnanefnd virðist þó hafa ákveðið að mæta Míriel á miðri leið því á sama tíma og ákveðið var að hafna nafninu var úrskurðað að eiginnafnið Míríel skyldi fá sinn sess á mannanafnaskrá.

Sjá úrskurði mannanafnanefndar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert