Eiga endurkröfu á stjúpsoninn

LÍN, Lánasjóður íslenskra námsmanna námslán.
LÍN, Lánasjóður íslenskra námsmanna námslán. mbl.is/Hjörtur

„Auðvitað eiga þau endurkröfurétt á skuldarann ef til þess kemur að þau þurfi að greiða lánið. Það er þó ekki nema skuldari námslánsins lendi í vanskilum, að til kasta ábyrgðarinnar kemur,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN.

Lán frá LÍN, sem féll á systkini þar sem faðir þeirra, sem lést fyr­ir 28 árum, hafði gerst ábyrgðarmaður náms­láns stjúp­son­ar síns á sín­um tíma, hefur vakið mikla athygli síðustu vikuna en Hrafnhildur segir að ekki hafi borið mikið á sambærilegum málum að undanförnu.

Stjúpsonurinn tók námslán, sem faðir systkinanna gerðist ábyrgðarmaður fyrir, en eignir stjúpsonarins voru teknar til gjaldþrotaskipta í febrúar á þessu ári. Hann er því kominn í vanskil og þurfa systkinin að taka við greiðslu af láninu. 

Efingjar dánabúa eiga að kanna skuldastöðu

„Við höfum ekki gert neina sérstaka könnun á því hversu mörg svona tilvik hafa komið upp. Ég geri heldur ekki sérstaklega ráð fyrir því að þetta einstaka mál verði rætt eitthvað frekar innan stjórnar LÍN. Svona eru bara lögin. Þetta er ekkert einstakt þannig þó að þetta hafi farið með þessum hætti í fjölmiðla,“ segir hún.

Í bréf­inu, sem systkinin fengu sent frá LÍN, kem­ur meðal ann­ars fram að þar sem skipt­um á búi ábyrgðar­manns­ins, föður þeirra, hafi lokið með einka­skipt­um, þá hafi erf­ingjarn­ir tekið á hend­ur ábyrgð á skuld­bind­ing­um bús­ins, sbr. 97. gr. laga nr. 20/​1991, um skipti á dán­ar­bú­um o.fl.

„Ef dánarbúi er skipt í opinberum skiptum þá eiga erfingjarnir að kanna skuldastöðu þess sem þeir eru að erfa og athuga þar af leiðandi hvaða skuldir eða ábyrgðir liggja á búinu,“ bætir hún við.

Ábyrgðarmenn lagðir niður árið 2009

Hrafnhildur segir þó að alltaf sé unnið að því að bæta kerfið og að lagt hafi verið til frumvarp fyrir tveimur árum. Það sé því á stefnuskrá að breyta lögunum.

„Það er eitt af markmiðum ráðherra að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna en það segir ekki með hvaða hætti það verður gert. Það er samt náttúrlega búið að leggja niður ábyrgðarmenn, það var gert árið 2009. Það mun því ekki koma til sambærilegra mála í framtíðinni hjá þeim sem eru að taka lán um þessar mundir. Það er hinsvegar alltaf dæmt eftir þeim lögum og reglum sem voru í gildi þegar lánin voru tekin,“ segir hún.

„Það verður ef til vill farið í þá vinnu að senda bréf til allra erfingja dánarbúa varðandi ábyrgð eða skuldir. Það hvílir þó auðvitað þessi skylda á þeim sem fá að skipta búi í einkaskiptum að kanna stöðu búsins áður en fengin er heimild til að skipta hjá sýslumanni,“ segir Hrafnhildur að lokum.

Þurfa skyndilega að greiða lánið

Á eftirfarandi mynd má sjá ljósmynd af bréfi LÍN sem barst öðrum erfingjanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

Í gær, 19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

Í gær, 19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

24,8 milljarða arðgreiðslur

Í gær, 19:00 Landsbankinn greiðir samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarða króna á árinu 2018. Þetta var samþykkt á aðalfundi bankans í dag. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

Í gær, 18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

Í gær, 18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

Í gær, 18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

Í gær, 17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

Í gær, 17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

Í gær, 16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

Í gær, 16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

Í gær, 16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

Í gær, 16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

Í gær, 16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

Í gær, 16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

Í gær, 15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Stimplar
...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...