Evran hefði ekki gagnast Íslandi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræðir við Kitco News.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræðir við Kitco News. Ljósmynd/Skjáskot

Reynsla síðustu ára hefur sýnt að Íslendingar hefðu ekki staðið betur að vígi eftir efnahagshrunið ef Ísland hefði tekið upp evru. Þvert á móti hefur sá möguleiki að geta fellt gengi krónunnar sýnt gildi sitt. Þetta er mat Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

Forsetinn telur jafnframt að sýna þurfi þolinmæði þegar baráttan fyrir lýðræði í ríkjum sem búa við ólýðræðislegt stjórnarfar er annars vegar. Það hafi tekið Evrópu og Bandaríkin langan tíma að festa hornsteina lýðræðisins í sessi.

Ólafur Ragnar sótti Clinton-heimsþingið í New York og gaf við það tækifæri Danielu Cambone, blaðakonu fréttavefjarins Kitko News, kost á viðtali. Upptöku af viðtalinu má sjá hér.

Fylgir hér með endursögn og lausleg þýðing úr ensku.

Margvíslegur lærdómur af endurreisn Íslands

Forsetinn segir hægt að draga margháttaðan lærdóm af glímu Íslendinga við efnahagshrunið. Þá vék hann að mikilvægi þess að Íslendingar skyldu ekki fara í einu og öllu eftir hinum efnahagslega rétttrúnaði, hinum venjubundnu viðhorfum háskólafólks, afhafnamanna og stjórnmálafólks á Vesturlöndum, sem hann telur hafa ríkt í upphafi fjármálakreppunnar, þegar íslenskt efnahagslíf hrundi á haustdögum 2008.

„Það er mikilvægt þegar glímt er við áföll að nálgast hlutina með opnum huga, að láta ekki hinn venjubunda rétttrúnað um hvað beri að gera vera ráðandi í gjörðum okkar. Þegar horft er til Íslands og hvernig við höfum náð bata á síðustu sex árum, meiri efnahagsbata en nokkurt annað ríki í Evrópu sem glímt hefur við fjármálakreppu, er einkar áhugavert, hvað varðar margar undirstöður hinna venjubundnu viðhorfa á Vesturlöndum á síðustu 30 árum um hvernig takast á við fjármálakreppur, er að við skyldum ekki nýta þessar undirstöður í stefnumótun okkar. Þess í stað gerðum hlutina á mjög frábrugðinn hátt.

Eins og til dæmis að setja ekki fé í bankanna. Við tókum upp gjaldeyrishöft. Við leyfðum almenningi á lýðræðislegan hátt að kjósa um hvort skattgreiðendur ættu að taka á sig skuldir fallins íslensks banka erlendis. Við gerðum margt á annan veg, til dæmis með því að skera ekki niður ríkisútgjöld í anda rétttrúnaðarins þegar fjármálakreppan skall á. Niðurstaðan er sú að þetta reyndist vera miklu árangursríkara en hin hefðbundna leið rétttrúnaðarins. Erfiðleikarnir á Íslandi, sem urðu í kjölfar efnahagskreppunnar, hafa einnig gefið okkur, og heimsbyggðinni allri, tækifæri til að sjá hvernig við tökumst á við slíka kreppu á alveg nýjan hátt.“

Óhefðbundin leið Íslands bar meiri árangur

Forsetinn er þá spurður hvaða lærdóm Bandaríkjamenn geti dregið af Íslendingum, nú þegar  nýjustu lotunni í örvunaraðgerðum Seðlabanka Bandaríkjanna er að ljúka. Svarar forsetinn því þá til að margir hafi gefið Íslendingum afleit ráð eftir hrunið. Hann geti aðeins lýst reynslu Íslendinga.

„En ég ætla ekki að segja Bandaríkjamönnum, eða nokkru öðru landi, hvað beri að gera. Sérhvert ríki og sérhver stjórnvöld þurfa að finna það út á eigin spýtur. Það sem Ísland – og ég – getur gert er að draga saman dæmi, okkar reynslu, og að vissu marki hvernig Ísland er kennsludæmi, og láta aðra draga sínar eigin ályktanir. Kjarninn í þessum lærdómi er sá að með því að gera hlutina á annan veg en aðrir höfum við náð að reisa við efnahagslífið hraðar og á skilvirkari hátt en nokkurt ríki í Evrópu sem hefur gengið í gegnum fjármálakreppu.“

Augnabliksstuðningur við ESB-umsókn

Blaðakonan víkur því næst að erfiðleikunum á evrusvæðinu og efasemdum um lífvænleika evrusamstarfsins. Spyr svo hvort Ísland hafi í hyggju að ganga í Evrópusambandið.

„Þegar bankarnir féllu var augnablik í sögu okkar þegar sú skoðun átti mikið fylgi að ef til vill hefði okkur farnast betur ef við hefðum verið hluti af Evrópusambandinu og evrusvæðinu. Þar af leiðandi var meirihluti, reyndar ekki mikill, á Alþingi fyrir því að leggja fram aðildarumsókn.  Nú hefur ríkisstjórnin dregið sig úr aðildarviðræðunum og samninganefndinni við ESB hefur verið sagt upp. Það er mjög erfitt að halda því fram nú að aðild að evrusvæðinu hefði gagnast Íslandi betur en að geta fellt gengi okkar eigin gjaldmiðils. Hin hefðbundna andstaða við aðild að Evrópusambandinu, sem reist er á eigin stjórn yfir fiskveiðiauðlindinni og öðrum þáttum okkar eigins hagkerfis, hefur fundið viðspyrnu og eflst á ný.“

Loks víkur blaðakonan að ummælum Baracks Obama Bandaríkjaforseta á Clinton heimsþinginu um mikilvægi þess að Bandaríkin beiti sér í þágu mannréttinda. Spyr svo út í ástand heimsmála.

Mannréttindamálin brýnt viðfangsefni

Segir Ólafur Ragnar þá að auðvitað sé mikilvægt að beita sér í þágu mannréttinda og tjáningarfrelsis. Hinu megi ekki gleyma að það hafi tekið Vesturlönd langan tíma að ná þeim árangri sem þau búa nú við hvað þetta varðar.

„Ég minni fólk iðulega á að á fyrstu árum ævi minnar voru aðeins fimm lýðræðisríki í Evrópu. Öll heimsálfan var undir einræðisstjórn nasista, fasista og kommúnista. Þótt við nú þekkjum hvernig sagan þróaðist var ekki ljóst á fyrstu æviárum mínum [hvert framhaldið yrði]. Margt varð til fyrirstöðu á leiðinni til lýðræðis,“ segir Ólafur Ragnar og nefnir mannréttindahreyfinguna í Bandaríkjunum [e. Civil Rights Movement] og erfiða stöðu blökkumanna, og annarra minnihlutahópa, þar til múrar aðskilnaðar byrjuðu að hrynja á sjötta áratugnum.

„Þegar við styðjum hreyfingar í þágu lýðræðis og mannréttinda um víða veröld ættum við af auðmýkt að gera okkur ljóst að sú vegferð var ekki auðveld. Fjöldi mistaka, erfiðleikar og torsótt barátta markar þá leið. Við getum ekki búist við því að önnur ríki verði að lýðræðisríkjum í skyndi, þegar það tók Evrópu og Bandaríkin ekki áratugi, heldur ef til vill öld, að ná þeim árangri sem þau hafa náð,“ segir Ólafur Ragnar og vísar meðal annars til stöðu mannréttinda og tjáningarfrelsis. 

mbl.is

Innlent »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »

15 ára stressaður fyrir heimsleikunum

21:28 Brynjar Ari Magnússon fimmtán ára crossfit-kappi er á leiðinni á heimsleika unglinga í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. „Ég verð ekki sáttur nema verðlaunapallinum,“ segir hann. Meira »

Skútan var dregin í land

21:14 Skútan sem strandaði við Löngusker í Skerjafirði í dag losnaði af strandstaðnum og var dregin til hafnar á sjötta tímanum í dag. Skútan strandaði um kl. 11 í morgun og var maðurinn sem var um borð ferjaður í land í björgunarbát. Meira »

6.000 tonn af malbiki á Hellisheiði

20:55 Malbikun á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku, hófst í morgun. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðnætti annað kvöld, en á meðan er Hellisheiði lokuð í vesturátt. Áætlað er að um 6.000 tonn af malbiki verði notað. Meira »

„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

20:41 „Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir yfirdýralæknir Matvælastofnunar um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí. Meira »

Þota ALC á að fljúga klukkan 9

20:31 Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 í fyrramálið. Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun. Meira »

„Fílar í sódavatni“ hluti af sýningu

20:18 Skilti þar sem virðist vera varað við fílum sem baða sig í sódavatni á Ólafsfirði vekur athygli á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Baklendingar átta sig ekki alveg á skiltinu en fari fólk á listasýningu í Pálshúsi í bænum kviknar á flestum perum. Meira »

Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

19:30 Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Krakkarnir tíndu ruslið frá Landeyjahöfn og vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem þar liggur. Meira »

Blöndubrú lokuð í nótt

19:02 Vegna viðgerðar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19. júlí frá kl. 01.00 til 06.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Væru farin af stað ef þeir væru lifandi

19:01 „Þetta er mjög skrýtið og leiðinlegt að þetta gerist aftur og aftur. Þetta er því miður orðið árlegt núna,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, um grindhvali sem rak á land í Löngufjörur. Meira »

Grindhvalir strönduðu í Löngufjörum

18:15 Tugir grindhvala strönduðu í Löngufjörum á Vesturlandi. Lögreglan í Stykkishólmi er að kanna aðstæður. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Meira »

Sagt upp vegna klámmyndbands

17:59 Klámmyndband sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmaður sumarhótels sem rekið er á staðnum tók myndbandið upp og var sagt upp í kjölfarið. Meira »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »
Gefins rúm.
Ameríst rúm 152 x 203. Upplýsingar í síma 898 4207...
BOLIR -1800
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi BOLIR - 1800 ST.14-30 Sími 588 8050. - ...
Sprautulökkun
Ónotað síubox til sölu, stærð breidd 241 cm, dýpt 78 cm og hæð 115 cm + plús gri...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...