Harkalegur árekstur á Höfðabakka

mbl.is/júlíus

Töluvert harður árekstur varð skömmu eftir klukkan 19 í kvöld þegar tveir bílar skullu saman á Höfðabakka í Reykjavík. 

Var einn einstaklingur fluttur á spítala, en ekki var um alvarleg meiðsl að ræða. Mikið mildi er þó að ekki hafi farið verr, en bílarnir hlutu mikið tjón og þurfti kranabíl til þess að fjarlægja þá af vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert