Bannið staðfest en bjórinn öruggur

Hvalbjórinn er víst ekki hættulegur.
Hvalbjórinn er víst ekki hættulegur.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í dag úrskurð vegna stjórnsýslukæru Brugghússins-Steðja ehf. vegna ákvörðunar heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 13. janúar 2014 að stöðva markaðssetningu og innkalla hvalabjór.

Niðurstaða ráðuneytisins er að staðfesta beri ákvörðun heilbrigðiseftirlits Vesturlands þar sem kærandi, Brugghúsið-Steðja ehf. hafi ekki gætt að skyldu sinni sem matvælafyrirtæki skv. 8. gr. b laga nr. 93/1995 um matvæli, að uppfylltar væru kröfur laga og stjórnvaldsreglna sem gilda um starfsemi hans.

Hvalmjöl sem kærandi notaði við framleiðslu hvalabjórs er aukaafurð dýra og um meðhöndlun aukaafurða dýra gilda ákvæði laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim sem kærandi gætti ekki að við framleiðslu hvalabjórs.

Þrátt fyrir það telur ráðuneytið að hvalabjórinn hafi verið öruggur skv. 1. gr. laga um matvæli enda liggi fyrir í gögnum málsins rannsóknarsýni á hvalabjórnum. Einnig er í úrskurðinum fjallað um aðkomu Hvals hf. og heimildir fyrirtækisins að afhenda kæranda hvalmjölið til frekari meðhöndlunar. Þá er einnig fjallað um vankanta á stjórnsýslumeðferð málsins af hálfu heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem ráðuneytið telur að hafi ekki haft áhrif á efnislega niðurstöðu málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert