„Ég hef aldrei smakkað pung áður“

Hvalur 2 er nýjasti bjórinn úr smiðju Brugghúss Steðja, en hann inniheldur meðal annars taðreykt eistu úr langreyði. Mbl.is fór á stúfana og kannaði hvað nemendum Háskóla Íslands þætti um þennan óvenjulega nýja þorrabjór.

Eins og mbl.is hefur fjallað um hefur bjórinn vakið reiði er­lendra dýra­vernd­un­ar­sinna, en Dagbjartur Arilíusson, annar eigandi Steðja, blæs á gagnrýnisraddirnar og segir flesta átta sig á því að nýta eigi allt hráefni. Framleiddar verða tuttugu þúsund flöskur af bjórnum í ár, sem kemur í Vínbúðir landsins þann 23. janúar nk. Hver bruggun inniheldur eitt eista, en það vegur um 7-8 kílógrömm og er á stærð við körfubolta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert