Málningu skvett á lögreglustöðina

Lögreglumenn sjást hér leiða manninn á brott. Eins og sést …
Lögreglumenn sjást hér leiða manninn á brott. Eins og sést á ljósmyndinni var rauðri málningu skvett á húsið. mbl.is/Júlíus

Rauðri málningu hefur verið skvett á lögreglustöðina við Hverfisgötu og var grjóti jafnframt kastað í húsið. Lögreglan hefur handtekið einn karlmann í tengslum við málið. 

Nú standa yfir mótmæli við lögreglustöðina, en rúmlega 100 mótmælendur komu þar saman um kl. 17 til að mótmæla vopnaburði lögreglumanna. Margir mættu með vatnsbyssur. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina