Þúsundasti íbúinn væntanlegur

Í Vesturbyggð.
Í Vesturbyggð. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er ekki hægt annað en að vera jákvæður og bjartsýnn um að þessi gleðilega þróun haldi áfram,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð.

Íbúum þar hefur fjölgað um 35 á þessu ári og vonast er til að þeir nái þúsund íbúa markinu fyrir áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Íbúum Vesturbyggðar hefur verið að fjölga síðustu árin eftir fækkun í áratugi. Þegar sveitarfélagið var stofnað með sameiningu Patreksfjarðar, Bíldudals og sveitahreppa voru íbúar 1.390 en í lok árs 2011 voru þeir komnir niður í 890. Eftir fjölgun síðan þá voru 949 íbúar í lok síðasta árs og samkvæmt yfirliti í byrjun þessarar viku búa nú 984 í Vesturbyggð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »