Auka fé til sérstaks saksóknara

Sérstakur saksóknari fær meira fé.
Sérstakur saksóknari fær meira fé. mbl.is/Ómar

Gert er ráð fyrir um 215 milljóna króna aukafjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara í fjáraukalögum sem tekin voru til 1. umræðu á Alþingi í gær.

Að auki er gert ráð fyrir 150 milljóna króna tímabundnu framlagi til eins árs sem nýta á í að ljúka eldri málum embættisins. Alls 365 milljónum króna meira en gert hafði verið ráð fyrir í fyrri áætlunum í fjárlögum.

Í gildandi fjárlögum var framlag til embættisins lækkað um 300 m.kr. í takt við áætlun þess um framgang mála. „Samkvæmt nýjum upplýsingum frá embættinu mun sú áætlun ekki standast,“ segir í fjáraukalögunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert