Margrét er himnasending

Forseti Íslands og Margrét við athöfnina í dag.
Forseti Íslands og Margrét við athöfnina í dag. mbl.is/Golli

Nýr verndari Fjölskylduhjálpar Íslands er Margrét Hrafnsdóttir og var það tilkynnt við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu í dag. Í dag voru jafnframt fyrirtæki verðlaunuð sem hafa styrkt Fjölskylduhjálp með einum eða öðrum hætti. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir Margréti vera himnasendingu fyrir samtökin.

„Í september í fyrra hafði Margrét samband við okkur en þegar hún gekk í hjónaband bað hún gesti sína um að leggja fjárframlög inn á Fjölskylduhjáp Íslands og margir hverjir gerðu það. Í framhaldinu jókst vinskapurinn og við báðum Margréti um að verða verndarinn okkar því að það var stórt verkefni framundan,“ segir Ásgerður Jóna í samtali við mbl.is.

Þetta stóra verkefni er Íslandsforeldri en það snýst um að safna pening í sérstakan sjóð fyrir barnafjölskyldur. „Síðustu ár hefur okkar helsta vandamáli verið að við erum kannski ekki að gefa hollasta matinn því fjöldinn er svo mikill,“ segir Ásgerður. „Hugmyndin á bakvið Íslandsforeldri er að safna í sérstakan sjóð þar sem gerir okkur kleift að kaupa fisk, kjöt, grænmeti, ávexti og lýsi og reyna að koma þessari matvöru til barnafjölskyldna.“

Ásgerður segir að dagskráin í dag hafi verið yndisleg og mjög hátíðleg. „Þarna voru mörg fyrirtæki verðlaunuð sem hafa stutt okkur síðan við opnuðum fyrir ellefu árum síðan.“

Í fyrsta skipti mun Fjölskylduhjálp Íslands starfa á fjórum stöðum fyrir þessi jól. Reykvíkingar geta sótt aðstoð í Iðufelli 14, Kópavogsbúar í Hamraborg 9, Hafnfirðingar að Strandgötu 24 og Suðurnesjamenn að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. 

Er þetta í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp starfar í Kópavogi og Hafnafirði en hún hefur síðustu fimm ár starfað í Reykjanesbæ fyrir jólin samhliða í Breiðholtinu. Ásgerður segir með þessu sé Fjölskylduhjálp Íslands að færa þjónustuna nær þeim sem hana þurfa og létta á viðskiptavinum sínum. 

„Það er alveg sama hversu stórt húsnæði við höfum. Það skapast alltaf ákveðin örvænting hjá fólki í desember. Við erum kannski með 3-4 starfsstöðvar á hverjum stað, ein er matur, ein er gosdrykkir, ein er með jólapakka jólapakkar og svo er sælgætið. Þannig fá allir það sem hentar hverjum og einum. En það er alveg sama hvað við erum á stórum stöðum þetta gengur ekki upp ef við erum með mörg sveitarfélög,“ segir Ásgerður. „Svona verður miklu rólegra yfir.“

Að sögn Ásgerðar er Margrét nú verndari Fjölskylduhjálpar og Íslandsforeldris. Verður hún samtökunum innan handar og ákveðið andlit. 

„Hún er himnasending til okkar. Hún er mjög frjó og skapandi og við erum afskaplega þakklátar að vera komin með hana í okkar lið,“ segir Ásgerður að lokum. 

Vefur Fjölskylduhjálpar Íslands. 

Hluti af hópnum í Ráðhúsinu í dag.
Hluti af hópnum í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rómantík í rafmagnsleysi

09:30 Þau komu víða við í morgunspjallinu í Ísland vaknar, enda nývöknuð eins og við flest. Töluvert var rætt um snúrur og hvað ætti að gera við gamlar loftnetssnúrur og hvað hefði orðið um DVD-spilara okkar. Meira »

Húsin standa á súlum

09:18 Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Meira »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Áskorun um að beita hlutarfjáreign

05:30 Stjórn Afls – starfsgreinafélags sendi frá sér ályktun í kjölfar stjórnarfundar seinni partinn í gær. .  Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Kynna loftslagsáætlun síðar í ár

05:30 „Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna ákallinu í loftslagsmálum. Það sést best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar um mikinn metnað í þeim málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Meira »

Andlát: Guðmundur Sighvatsson

05:30 Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla í Reykjavík, lést sl. mánudag á Landspítala, 66 ára að aldri. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirka 8 vikur ) annars 241.000
Er á leiðinni færð á 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirk...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...