Breytingar á ásjónu landsins

Landið okkar tekur örum breytingum sem oft eru stórstígar. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, hefur verið iðinn við að skrá breytingasögu landsins með ljósmyndum. Hann hefur bent á nauðsyn þess að þessi breytingasaga verði skráð með skipulegum hætti og varðveitt þannig að hún verði aðgengileg öllum sem áhuga hafa á.

Um 30 ár eru síðan Oddur fór að velta því fyrir sér að skrá þyrfti sögu landsins með ljósmyndum. Nokkru seinna hóf hann að taka myndir í þeim tilgangi. Hann átti þá þegar talsvert af ljósmyndum í safni sínu af stöðum sem hægt er að ljósmynda aftur síðar meir og fá þannig samanburð. Morgunblaðið leitaði til Odds og bað um myndir úr myndasafni hans sem sýna breytingar sem orðið hafa á landinu. Fyrir valinu urðu myndir af Gígjökli, skriðjökli úr Eyjafjallajökli, og af sporði Sólheimajökuls úr Mýrdalsjökli.

„Ég hef fyrst og fremst haft í huga að taka myndir með stöðluðum hætti, það er að segja hefðbundnar loftmyndir til kortagerðar,“ sagði Oddur. Hann sagði að flestar þjóðir heims hefðu lengi stundað slíkar myndatökur kerfisbundið og gerðu víða enn. Oddur sagði að á tímabili hefði ríkið látið taka loftmyndir af þéttbýlisstöðum og öðrum landsvæðum með skipulegum hætti. Nokkru fyrir síðustu aldamót var ákveðið að hætta þessu starfi því einkafyrirtæki væru að sinna þessu.

„Það fórst fyrir það sjónarhorn að ríkisvaldið hefur þá skyldu að varðveita söguna. Ekki bara sögu fólksins heldur líka sögu landsins,“ sagði Oddur.

„Ég hef farið í allmargar flugferðir sérstaklega yfir jökla því það hefur verið mitt starf,“ sagði Oddur. Í kringum síðustu aldamót flaug hann yfir alla jökla og grunaða jökla landsins til að ganga úr skugga um hvort þeir væru jöklar eða ekki. Á grundvelli loftljósmyndanna, sem margar voru teknar í þrívídd, taldi hann sig geta skilgreint í öllum tilvikum hvort um jökul væri að ræða eða ekki. Oddur bjó til kort og skráði þar útlínur allra jöklanna samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu á jökli. „Þetta er það kerfisbundnasta sem ég hef komist í varðandi loftmyndatökur,“ sagði Oddur.

Haustið 2000 flaug hann yfir fjöllin beggja vegna Eyjafjarðar og tók myndir af öllum jöklum þar. Þá var komið hlýviðristímabil. Á kuldaskeiði nokkrum áratugum áður höfðu jöklar, t.d. í fjöllunum í kringum Eyjafjörð, verið ósýnilegir vegna fannfergis sem olli því að allt rann saman. „Það er ekki nema eftir snjóléttan vetur og gott sumar sem maður sér þessa smájökla,“ sagði Oddur.

Miklar breytingar á Gígjökli

Gígjökull tók gríðarmiklum breytingum frá 1992 til 2011 vegna hlýnunar loftslags og eins eldgossins í Eyjafjallajökli 2010. Skriðjökullinn er mjög brattur og ekki mjög langur. Svo mikil úrkoma fellur á Eyjafjallajökul ofanverðan að hún endurnýjar allan jökulmassann á um 50-100 ára fresti. Öll úrkoma sem féll á jökulinn eftir Kötlugosið 1918 er nú horfin þaðan. Flugvél sem hrapaði í gíginn 1952 skilaði sér fram á sporðinn 1995.

Jökullinn hefur orðið fyrir miklu áfalli í hvert sinn sem Eyjafjallajökull hefur gosið. Þá hefur stór hluti jökulsins bráðnað. Oddur sagði að sennilega tæki það 20-30 ár að bæta upp efnið sem hvarf í gosinu. Hreppstjóri á Ysta-Skála sagði í Þórsmerkurlýsingu 1846 að á árunum á undan hefði jökullinn sigið inn í fjallið. Eyjafjallajökull gaus 1821 og bræddi stóran hluta af jöklinum uppi í gígnum. Við það hætti jökullinn þar að mata skriðjökulinn á meðan gígurinn var að fyllast aftur af jökli. Gígurinn var orðinn fullur af ís og Gígjökull í fyrri stöðu þegar Þorvaldur Thoroddsen kom þar í kringum 1890.

Árið 1992 var Gígjökull búinn að ganga fram frá því um 1970, þegar var kuldatímabil, og gerði það fram til um 1995. Eftir það fór hann að hopa og hafði hopað talsvert 2007. Lónið hafði þá fimmfaldast að stærð á 15 árum. Eldgosið 2010 hafði mikil áhrif þótt það væri ekki stórt eldgos. Oddur spáir því að Gígjökull haldi áfram að minnka því enn vantar mikið á að fylla upp í það sem bráðnaði í gígnum. Á meðan muni jökullinn ekki skríða fram.

Nokkur snögg jökulhlaup komu í gosinu. Þau meira en fylltu lónstæðið á 1-2 dögum af bæði gjósku og jarðefnum sem hlaupin rifu með sér á leið sinni niður vatnsganginn og mynduðu þverhnípt gljúfur í bergið. Aurkeilan næst fjallinu er nú um 50 metrum hærri en vatnsborðið var í lóninu fyrir gosið.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »

Rúmur þriðjungur seldur

05:30 Fjárfestar hafa endurmetið söluáætlanir nýrra íbúða í miðborginni og gera jafnvel ráð fyrir hverfandi hagnaði vegna dræmrar sölu. Einn fjárfestir áætlaði að salan tæki 12 mánuði en miðar nú við 18 mánuði. Annar gerir nú ráð fyrir að 12 mánuðir bætist við sölutímann. Meira »

Ragna rýfur karlavígi til 426 ára

05:30 Mikil tímamót verða á Alþingi 1. september nk. þegar Helgi Bernódusson lætur af starfi skrifstofustjóra Alþingis og við þessu starfi æðsta embættismanns þingsins tekur Ragna Árnadóttir, fyrst kvenna. Meira »

Þurfa að sækja um framlengingu

05:30 Lög um framlengda heimild til ráðstöfunar á séreignarsparnaði í tvö ár eða til 30. júní 2021 voru samþykkt á Alþingi 7. júní sl. Í Morgunblaðinu í maí sagði Ingvar Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri að eðlilegt væri að með einhverju móti yrði leitað eftir afstöðu þeirra sem voru inni í kerfinu, hvort þeir vilji halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán eftir 30. júní. Meira »

Verðmæti flugvallarsvæðis

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. um skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll vera mikil tímamót. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

05:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Bíða kátir eftir flugheimild á Ísafirði

05:30 Keppendur í Greenland Air Trophy 2019, sem flugu frá Reykjavík, lentu á Ísafirði um þrjú leytið í gær.   Meira »

Skúli bættist óvænt í hópinn

Í gær, 23:29 Ekta íslenskt sumarveður herjar á keppendur í A- og B-flokkum hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon.  Meira »

„Bara hjóla hratt og stoppa ekki“

Í gær, 22:33 „Hann var með nóg að drekka og nóg að borða með sér á hjólinu og var búinn að ákveða að reyna að hjóla eins lengi án þess að stoppa og hann gæti. Ég spurði hann áðan þegar við vorum komin á Egilsstaði, að gamni, hver væri nú lykillinn að því að ná að hjóla til Egilsstaða undir 24 tímum.“ Meira »

Norðmaður vann 220 milljónir

Í gær, 22:07 Heppinn Norðmaður vann rúmar 220 milljónir króna í Víkingalottóinu í kvöld eftir að hafa hlotið annan vinning.  Meira »

Ný ábendingalína aðlöguð börnum

Í gær, 21:51 Ný og endurbætt tilkynningarsíða Ábendingalínunnar var opnuð á vef Barnaheilla í dag, en hún er sniðin að þörfum ólíkra aldurshópa með það að markmiði að auðvelda börnum að senda inn tilkynningu um óæskilega hegðun á netinu. Meira »

Hittust eftir hálfa öld

Í gær, 21:50 Frumbyggjar og börn þeirra á Holtinu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld. Meira »

„Nei Ásmundur“

Í gær, 21:24 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir engan skulda Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, afsökunarbeiðni. Meira »

Breiðamerkurjökull hopað mikið á 74 árum

Í gær, 21:12 Ragnar Heiðar Þrastarson, einn af fagstjórum Veðurstofu Íslands, rakst á dögunum á loftmynd sem bandaríski sjóherinn tók af Jökulsárlóni 30. ágúst 1945 fyrir kortadeild Bandaríkjahers. Meira »

Góð stemning við rásmarkið

Í gær, 20:53 Allir keppendur WOW Cyclothon, sem telja hátt á sjötta hundrað, eru nú lagðir af stað hringinn í kringum landið, en tíu manna liðin lögðu af stað frá Egilshöll klukkan 19 í kvöld. Líkt og sjá má á ljósmyndum ljósmyndara mbl.is var mikill hugur í fólki og góð stemning við rásmarkið. Meira »

„Tek ekki þátt í einhverju gerviferli“

Í gær, 20:37 „Ég þarf engar sættir við þessa konu því ég vinn ekki með henni og hef ekki samskipti við hana dagsdaglega,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra, sem lagði fram 100 blaðsíðna kvörtun yfir hegðun Vigdísar til áreitni- og eineltisteymis borgarinnar. Meira »

Svara kalli eftir auknum skýrleika

Í gær, 20:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja stjórnendastefnu ríkisins vera svar við miklu ákalli eftir slíkri stefnu á síðustu árum. Stefn­unni er ætlað að vera liður í því að efla stjórn­un hjá rík­inu og vinna að betri þjón­ustu við sam­fé­lagið sem miðar að því að bæta lífs­kjör í land­inu. Meira »

Sundurgrafin jörð við brautina

Í gær, 20:13 Sumarið er tími framkvæmda og undanfarið hefur mikið rask verið á jarðvegi við Reykjanesbrautina við Elliðaárdal. Veitur hafa þar unnið að endurnýjun lagna fyrir heitt og kalt vatn auk frárennslislagna. Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa einnig verið í endurnýjun á svæðinu. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...