Svona dimmir með breyttri klukku

Hverju myndi það breyta að seinka klukkunni um klukkustund þegar skammdegið hellist yfir landsmenn? Spurningin brennur á mörgum þar sem ýmis lýðheilsuleg vandamál eru rakin til þess að dagsbirtan sé of seint á ferðinni yfir vetrartímann.

Fyrir viku sýndum við hvernig morgnarnir myndu líta út með seinkun klukkunnar um eina klukkustund eins og gert er ráð fyrir í þingsályktunartillögu sem þingmenn allra flokka nema Vinstri grænna hafa lagt fram á þingi.

Yrði klukkunni seinkað myndi þó húma fyrr eins og t.a.m. dr. Þorsteinn Sæmundsson hefur bent á sem kæmi þá t.d. niður á útivist í dagsbirtu að vinnu lokinni hjá mörgum.

Á myndskeiðinu sést þegar rökkrið færist yfir borgina um fjögurleytið á miðvikudag.

Hér má sjá yfirlit yfir sólargang á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert